top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Uppgötvun og kjörnun

Updated: Jan 19, 2022

Las þennan innblástur nýlega og hef hreinlega ekki losnað við hann úr hausnum. Það eru jú fordæmalausir tímar og víða tiltekt í gangi. Í krókum og kimum. Í geymslum og fylgsnum. Tækifærin til að breyta siðum og venjum beinlínis drjúpa af hverju strái. Það er vandséð að gefist betri tími á næstunni til að fara í innri vinnu en einmitt núna.


En hver var þessi Lord Kelvin eiginlega? Eftir örlitla gúgglun kemur í ljós að maður er nefndur William Thomson. Kelvin er nafn á á sem rennur framhjá háskólanum í Glasgow þar sem hann vann lengst af við rannsóknarstörf. Hann fékk sum sé barónstitilinn Kelvin fyrir framlag sitt vísinda. Celcius, Fahrenheit og Joules fengu sína kvarða nefnda í hausinn á sér, en ekki minn maður. Þess vegna mæla vísindamenn hitastig á Kelvin en ekki Thomson skala.


Herra Kelvin hefur vafalaust tekist á við erfið verkefni á sínum tíma, kannski undir mikilli pressu. Það er skiljanlegt þegar unnið er við verkefni eins og kjörgaslögmálið, bergmálsdýptarmæli, lögun atóma o.fl. Hann hefur kannski verið að því kominn að gefast upp stundum. Ef þessi tilvitnun er réttilega eftir honum höfð þá á hún einstaklega vel við um þessar mundir. Hún minnir okkur á að stundum þurfum við að hrista upp í norminu okkar til þess að uppgötva nýjar leiðir.


Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hefur margt kristallast í einveru og skorti á samneyti við annað fólk undanfarið. Ofhleðsla á verkefnum og viðburðum í aðdraganda COVID-19. Þegar dagskráin er stíf þá nær maður ekki að njóta sem getur leitt til árangursblindu. Ég hef nýtt tímann undanfarið til þess að verðmætameta tímann og forgangsraða. Það hefur verið tími uppgötvana í öræfum Kópavogs.


Hér eru nokkrar kjarnorkuspurningar sem geta hjálpað þér að framkalla þínar uppgötvanir.

  • Hvað veistu núna sem þú vissir ekki fyrir tveimur mánuðum?

  • Hvað ætlar þú að gera öðruvísi þegar þessu ástandi lýkur?

  • Hvaðan færðu helst orkuna þína?

  • Hvað ætlarðu að hætta að gera?

  • Hvers getur þú ekki lifað án?

  • Hver er mest krefjandi gerviþörfin þín?

  • Hvaða þrír styrkleikar hafa nýst þér best undanfarið?


Þér er velkomið að hafa samband ef þig vantar aðstoð við að kjarna lærdóminn.


Ég myndi gjarnan þiggja ykkar hjálp við að þýða þetta gullkorn frá Herra Kelvin. Er þetta góð þýðing?

Þegar þú stendur andspænis erfiðleikum þá er uppgötvun í augsýn.

Herra Kelvin hefði bara átt að segja: Neyðin kennir naktri konu að spinna“ / "Necessity is the mother of invention". Er það ekki sama merkingin?


Líklega hefur það verið of kvenleg nálgun -


- þarna í denn...


86 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page