top of page
Strength Profiler_hero-about-lossless_edited.jpg

Styrkleikar í forgrunni

Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar. Flest þekkjum við veikleika okkar betur en styrkleika og verjum bæði tíma og orku í að reyna að “eyða” þeim í stað þess að nýta betur styrkleikana meðal annars til að vega upp veikleikana. Það eru meiri líkur á því að við verðum góð í því sem við erum þegar góð í, eins og Peter Drucker sem oft er kallaður faðir nútíma stjórnunar, benti á.

Sérstaða Strengths Profile liggur í því að það mælir ekki einungis það sem við erum góð í heldur líka hvað gefur okkur orku.

Það getur verið góð leið á kynnast styrkleikum sínum aftur með styrkleikagreiningu frá Strengths Profile sem hjálpar til við að staðsetja sig, rifja upp  og framkalla þá styrkleika sem hafa verið í felum.

thumbnail_Strengths_Profile_Accreditatio
Strength Profiler_logo_edited.png

Styrkleikagreining

Styrkleikagreining ásamt klukkutíma úrlestri kostar 20.000 kr. Margir starfsmenntasjóðir stéttarfélaga endurgreiða kostnað sem tengist slíkri sjálfseflingu.  VR endurgreiðir til að mynda allt að 12 tímum af starfstengdri markþjálfun á ári. 

Í ágúst 2021 var búin til útgáfa af styrkleikagreining sem er FRÍ fyrir almenning. Þú getur farið á heimasíðu STRENGTHS PROFILE og fengið þín skýrslu. Ef þú vilt dýpka skilninginn á þínum niðurstöðum er þér velkomið að hafa samband. 

httpswww.strengthsprofile.com.png
bottom of page