Mannauðsráðgjöf - Fræðslustjóri að láni - Mannauðsstjóri til leigu
Ágústa Sigrún býður þjónustu sína inn í fyrirtæki til að aðstoða stjórnendur hvar þurfi að bera niður með það að markmiði að mannauðsmálin fái aukið vægi og faglega nálgun. Greining á stöðunni og forgangsröðun er afurð slíkrar vinnu.
Smærri fyrirtæki velja svo oft þann kost að gera samning við sérfræðing í mannauðsmálum um að annast málaflokkinn fyrir þeirra hönd, sem mannauðsstjóri til leigu. Þetta er hagkvæm leið þegar þörf er á að samræma nálgun við ýmis mannauðstengd mál og innleiða breytingar. Stjórnendur fá stuðning og þjálfun við að taka á erfiðum málum og kynnast nýjum leiðum sem stuðla að aukinni starfsánægju.
Mannauðsráðgjafi getur verið með fasta viðveru á vinnustaðnum ákveðna daga vikunnar og eða komið að innleiðingu á stefnum og framkvæmd verkefna tímabundið. Umfang og aðkoma er í samræmi við þarfagreiningu og gerir Ágústa tilboð í þá vinnu sem fyrir liggur og kynnir hugmynd að samstarfi.
Ágústa Sigrún hefur einnig unnið sem fræðslustjóri að láni á vegum starfsmenntasjóði stéttarfélaga í umboði Zenter. Verkefnið byggir á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í tiltekinn tíma. Enginn útlagður kostnaður er vegna fræðslustjórans sem kostaður er af starfsmenntasjóðunum í tiltekinn tíma. Frekari upplýsingar um verkefnið er á ÁTTIN.
Dæmi um verkefni Mannauðsstjóra til leigu:
-
Ráðningar og starfslok
-
Sáttamiðlun og samskipti
-
Vinnustaðagreiningar
-
Greining fræðsluþarfa og gerð fræðsluáætlana
-
Stefnumótun, hópefli og starfsdagar
-
Jafnréttisstefna og innleiðing jafnlaunastaðals
-
Umgjörð starfsmannasamtala og frammistöðusamtöl
-
Gerð starfslýsinga og ráðningarsamninga
-
Stytting vinnuvikunnar
-
Launavinnsla og launaáætlanir
-
Fjarvistarstefna
-
Samgöngustefna og samningur