top of page
Nýrbanner.jpg

Tónlist, klædd í snjó við yl frá kertaljósi

Tónlistinni á Stjörnubjart er best lýst sem hugljúfri skammdegistónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl frá kertaljósi og með jólalegu ívafi. Stemmningin er tær, náin, persónuleg og tímalaus og veturinn og spilar stórt hlutverk, því ekki eru öll lögin dæmigerð jólalög. Það örlar á þjóðlaga- og sveitastíl sem og norrænum áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans.

 

Lögin koma víða að. Þar eru nokkur þjóðlög, íslenskar perlur, sálmalög, Gustav Holst og Jean Sibelius koma við sögu sem og sænskir höfundar á borð við Pererik Moraeus og þá Benny og Björn úr ABBA. Svo á ég eitt lag á disknum sem heitir Draumvísa

 

Tónlistin er vetrar- og jólatónlist, klædd í snjó við yl frá kertaljósi.

Stjörnubjart kostar 2.000 kr. heimsendur en þú getur eynnig hlustað í gegnum streymisveitur.

 

Þú getur lagt inn á reikninginn hér að neðan og sent kvittun og upplýsingar um heimilisfang á stjornubjart@agustasigrun.is 

Reikningsnúmerið er: 536-26-520215 og kennitalan: 520215-0690.

Stjörnubjart er einnig á Spotify og Soundcloud.

  • Spotify
  • Soundcloud

Meðal þeirra tónlistarmanna sem leggja fram krafta sína auk Ágústu eru:

Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, píanó, hljómborð, harmonium, bassi og söngur

Sváfnir Sigurðarson – gítar, banjó og söngur

Kjartan Guðnason – trommur og öll ásláttarhljóðfæri

Þórir Jóhannsson – kontrabassi

Frank Aarnink – cimbalom

Matthías Stefánsson – sóló-fiðla

Örn Magnússon – langspil

Matti Kallio – írsk flauta, harmonikka

Martino Vacca – írskar sekkjapípur

Jákup Zachariassen – Dobro og stálgítar

Strengjakvartettinn:

Una Sveinbjarnardóttir – fiðla

Pálína Árnadóttir – fiðla

Guðrún Hrund Harðardóttir – víóla

Margrét Árnadóttir – selló

 

Hljóðritað í Stúdíó Hljóðheimum, Stúdíó Sýrlandi og í Hörpu í september 2015

Upptökustjórn: Haraldur V. Sveinbjörnsson

Upptökumenn: Haraldur V. Sveinbjörnsson, Kristinn Sturluson

Útsetningar: Haraldur V. Sveinbjörnsson

Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Hrannar Ingimarsson

Myndataka og myndvinnsla: Bjarney Lúðvíksdóttir

Umbrot: Birgir Heiðar Guðmundsson

Kynningarmál: Ingibjörg Gréta Gísladóttir - netfang: rigga@rigga.is

Útgáfutónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi 21. nóvember 2015.

Stjörnubjart CD.png

Lögin á Stjörnubjart

1) Hljóða nótt  (hátíðlegt jólalag)

Heitir Koppången í upprunalegri útgáfu og er eftir Pererik Moraeus. Lagið er að miklu leiti ástæða þess að mig langaði að gefa út disk með jólalögum. Ég heyrði það fyrst í flutningi Anne Sofie von Otter og það hefur fylgt mér síðan eða í 15 ár. Ég fékk Hörð Sigurðarson til að gera texta við það. Textinn í laginu nær einhvernveginn svo vel utan um innihald jólanna. Fólk á leið til kirkju á Aðfangadagskvöld og hugurinn reikar til þeirra sem horfnir eru og þeirra er minnst með hlýju og þakklæti. Þar er líka fullvissan um það að við dveljum á jarðríki eitt andartak af eilífinni og við skiljum eftir okkur ummerki á rúðu eða spor á sjávarströnd þegar við hverfum á braut og það sé ekkert að óttast. Útsetning: Haraldur V. Sveinbjörnsson.

2) Söngur á vetraranótt  (Vetrarstemmning, heilsárslag)

Ég fann lagið þegar ég var að leita að vetrarlögum fyrir Stjörnubjart, það heitir einfaldlega á frummálinu A Song for a Winter’s Night. Lagið og frumtexti er eftir Gordon Lightfoot en ég heyrði það fyrst í flutningi Sarah McLachlan. Gordon er kanadískur country og þjóðlagahöfundur, fæddur í Ontario 1928. Útsetningin hans Halla tók sér bólfestu í ekta sveitastíl sem er tónlist sem ég og dýrka og dái á laun og við Sváfnir Sigurðarson syngjum lagið í dúett. Hallgrímur H Helgason gerði gullfallegan íslenskan texta við lagið og leyfi ég mér að segja að hann sé betri en frumtextinn. Sváfnir spilar einnig á banjó og gítar í laginu og Jakup Zachariassen ljær laginu sveitastíl með Dobro og stálgítar. Halli spilar á gítar, bassa, píanó og syngur raddir. Diddi spilar á trommur og sér um ásláttinn og Matthías Stefánsson fiðlar lagið.

Gordon Meredith Lightfoot, Jr. CC OOnt (born November 17, 1938) is a Canadian singer-songwriter who achieved international success in folk, folk-rock, and country music, and has been credited for helping define the folk-pop sound of the 1960s and 1970s. He has been referred to as Canada's greatest songwriter and internationally as a folk-rock legend.

3) Stjörnubjartur (heilt ár)

Þetta lag hét upprunalega Næturvals og kom út 2002. Það er eftir pabba, Ágúst Pétursson en var “óuppgötvað” þegar diskurinn Hittumst heil með lögunum hans var gefinn út árið 2001. Ári seinna bað ég Magnús Kjartansson að útsetja það og það var sent í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðarkróks á Sæluvikunni og komst í top 10 og var gefið út undir nafninu Næturvals. Hörður Sigurðarson á textann en lagið fær nýtt heiti á disknum, Stjörnubart og glænýja útsetningu.

4) Líkt og engill gangi hjá  (heilsárslag)

ABBA lag eftir þá Björn og Benny og heitir Like an Angel Passing Through my Room. Það var ekki alveg sjálfgefið að fá réttinn til að gefa það út á Íslandi og á íslensku. Í fyrstu tilraun fékk ég nei en ég gafst ekki upp. Var í sambandi við útgáfufyrirtækið sem vísuðu mér á “yfirmanninn” og sá setti sig í samband við Björn sjálfan, í einum póstsamskiptunum var hann meira að segja KÓPERAÐUR INN. Ég bað hann vinsamleg að fá Björn til að endurskoða ákvörðunina. Ég sendi þeim upptökur með sjálfri mér, útlistaði efnistökin á disknum, hvaða lög yrðu þar og hver sæi um útsetningar. Eftir nokkra umhugsun kom já-ið. Það var góður dagur. Lagið í flutningi ABBA er mjög sérstakt, mér er sagt að þetta sé eina lagið sem Frida söng alein í endanlegri útgáfuog Agneta kom þar hvergi nærri. Það er einnig mjög sérkennilegt tikk-takk sem gengur í gegnum allt lagið.

On April 23, 2012 a Deluxe version of The Visitors was released. One of its bonus tracks was a demo medley of 'Like an Angel Passing Through My Room' called 'From A Twinkling Star To A Passing Angel' put together by Benny Andersson, who feels that the song is one of the best that he and Björn wrote during the ABBA years, but is uncertain whether the final version is the ultimate one. His view is shared by Agnetha Fältskog who described listening to the song as waiting for something that never comes. The compilation showed the experimentation of ABBA with the track, ranging from a full-tempo version (featuring the famous ABBA harmonies) that was later abandoned because it sounded too much like something ABBA had already recorded, to a rather sober synthesized version close to the version that was eventually released. Early lyrics resembled the traditional 'Twinkle Twinkle Little Star', although these lyrics were meant as temporary to accompany the melody. Benny was also involved in Anne Sofie von Otter's version of this song which was released on her album with Elvis Costello, "For the Stars" in 2000.

5) Gef mér ei heimsins gull né prakt  (Jólasálmur)

Lagið er eftir Jean Sibelius við texta Topeliusar og heitir á finnsku En etsi valtaa, loistoa. Hinn hljómmikli áramótasálmur séra Sigurjóns Guðjónssonar, Sem stormur hreki skörðótt ský, nr. 102 í Sálmabókinni, er frumsaminn við þetta lag. Sr. Sigurjón þýddi marga sálma. Ekki er kunnugt hversvegna hann þýddi ekki jólasálminn, heldur kaus að gera nýjan áramótasálm við þetta lag Sibeliusar. Á disknum er notaður íslenskur texti eftir Kristján Val Ingólfsson. Þetta ljóð Topeliusar heitir upphaflega Julvisa, og er einn allra þekktasti og elskaðasti jólasálmurinn í Finnlandi og jafnvel einnnig í Svíþjóð og Noregi. Hann fjallar um hin helgu gildi jólanna: Orð Guðs, kærleika og hlýju, og fábrotið fallegt samfélag þar sem börnin eiga sinn stóra þátt.

6) Jólakvöld  (Jólalag með þjóðlagatakti)

Er eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Davíðs Stefánssonar og er í nýrri útsetningu Haraldar.  Lagið var samið fyrir RÚV sem jólalag Ríkisútvarpsins árið 1997. Ég kynntist laginu og Kór Breiðholtskirkju en á dkisknum er það í gjörólíkri útsetningu, með fullt af hljóðfærum, m.a. langspili sem Örn Magnússon leikur, en upphafslínan í laginu er einmitt: Nú, skal leika á langspilið veika. Lagið fékk gælunafnið “Jólakötturinn í Mordor í vinnsluferlinu”. Og syninum finnst það eiga að vera titillag tölvuleiksins Witcher 3, Heart of Stone. Það er heill herskari að hljóðfærum sem koma við sögu í laginu. Haraldur spilar á píanó, hljómborð og syngur. Kjartan Guðnason spilar á trommur, pákur, taiko-tromma, crotales, song-bells, sleðabjöllur, tambúrínu, marimba og klukkuspil. Matti Kallio á  írska flautu. Frank Aarnink á cimbalom. Þórir Jóhannsson á kontrabassa og strengjakvartettinn er skipaður þeim Unu Sveinbjarnardóttur, Margréti og Pálínu Árnadætrum og Guðrúnu Hrund Harðardóttur. Martino Vacca spilar á írskar sekkjapípur.  Hann er Ítali við nám á Berklee í Valancia og fannst við eftirgrennslan meðal vina á Fésbókinni. Í laginu eru 12 hljóðfæraleikarar og samtals 19 hljóðfæri/ásláttarhljóðfæri + raddir, fjölmennasta lagið.

7) Á þeim langa vetri (rólegt jólalag)

Var lengi á kantinum á lagalista plötunnar en fékk uppreist æru þegar upptökustjórinn heyrði það fyrir slysni við tiltekt í hljóðverinu og uppgötvaði þá þegar hversu  áreynslulaust og fallega lagið rann í gegn í einfaldleika sínum. Frank Aarnink spilar á cimbalom sem líkist innviði píanós og er mjög erfitt að spila á. Auk þess má heyra óm af “clock bells” eða gjöllum sem kenndar eru við standklukkur og klingja gjarnan á heila tímanum.

8) Til nýja heimsins  (heilsárslag)

Er lag úr bíómyndinni Palli Sigurvegari sem fékk norskan texta eftir á, er instrumental í myndinni, eftir því sem ég kemst næst. Er lag úr bíómyndinni Palli sigurvegari (Pelle Erobreren) sem fékk norskan texta eftir á, er instrumental í myndinni, eftir því sem ég kemst næst.  Pelle Erobreren er skáldsaga eftir danska rithöfundinn Martin Andersen Nexö. Nexö skrifaði mikið um kjör alþýðu manna og tók einnig mikinn þátt í pólitík, fyrst sem sósíaldemókrati en síðar kommúnisti.  Kvikmynd Bille August upp úr fyrsta hluta bókarinnar um Pelle hlaut m.a. Óskarsverðlaunin árið 1988 sem besta erlenda myndin. Sagan gerist á síðari hluta 19. aldar, á tímum þar sem alþýða manna tók sig upp í leit að betra lífi í öðrum löndum og við Íslendingar þekkjum hvað best af Vesturferðunum.  Í sögunni greinir frá sænsku feðgunum Lasse Karlsson og syni hans Pelle sem halda til Danmerkur eftir að móðir Pelle dey til að freista þess að bæta kjör sín þar. Pabbi Pelle fær starf á bóndabæ en vistin þar er enginn dans á rósum og þeir eru lítils metnir. Lagið Til nýja heimsins er hugleiðing Pelle sjálfs um fyrirheitna landið og hið betra líf sem bíði þeirra feðga.

9) Sálmur 85  (jólasálmur í þjóðlagataxti, dúett)

Upprunalegi textinn við þetta lag er The Wexford Carol en það fannst ekki íslensk þýðing á honum og brugðum við þá á það ráð að nota sálm 85 sem er saminn með sama bragarhætti.

10) Kristallar  (vetrarstemmning, dúett)

Hörður: "A sleeping brother added this song to us Ágústa and included a phrase that was born with the song:" Strange how everything changes its appearance. " In the winter and short-day theme on the disc, this phrase ignited memories of the moments when the depressing black darkness of winter turns into a fairytale world when the shining snowflakes begin to fall and illuminate the short day. Slight short-term drowsiness on the part of a copywriter. Halli stole from the band Amiina's harmonium one good Saturday and recorded this song and two others with travel recording equipment as weapons. The instrument was in a hall in the same building as the studio and therefore not far to go.

11) Draumvísa  (heilsárslag, vögguvísa)

Lag sem ég samdi fyrir löngu síðan fyrir nafna minn og litla frænda, sem var lítill þá en er núna miklu eldri. Hef bara ekki getað gleymt laginu, hvernig sem ég hef reynt. Hann lærbrotnaði þegar hann var lítill og þurfti að liggja á spítala, með fótinn strengdan upp í loft. Ég sat oft hjá honum þegar hann var að sofna og söng. Lagið er búið að vera textalaust öll þessi ár en fær nú loks vængi með fallegum texta eftir Hörð Sigurðarson, vin min. Þetta er stysta lagið á disknum.

12) Vitringar þrír  (jólalag með takti)

Lagið er fornt, en þekkt í flutningi the Beach Boys frá árinu 1964 undir heitinu We three kings of orient are. Rúnar Júl og... tóku lagið síðan upp á sína arma og fluttu það í keimlíkri útsetningu í Sjónvarpinu árið ... undir heitinu Undrastjarna. The famous American carol We three Kings of Orient are was written in 1857 by Rev. John Henry Hopkins. The minister is reputed to have written the carol We three Kings of Orient are for the General Theological Seminary in New York City as part of their Christmas pageant. Ég fékk skólasystur mína Bergljótu Hreinsdóttur, snilling, til að gera nýjan texta við lagið sem heitir Vitringar þrír.

13) Ljós  (heilsárslag, nýtt lag)

Samið af Haraldi V. Sveinbjörnssyni og fékk gullfallegan texta eftir Valgerði Bendiktsdóttur vinkonu mína.  Haraldur:„Þegar við vorum að skipuleggja og velja lög á plötuna spurði Ágústa mig hvort ég ætti lög í sarpinum til að setja á plötuna. Eftir að hafa rúllað nokkrum sinnum í gegnum lagasarpinn minn án árangurs ákvað ég að semja lag með Ágústu í huga og í anda þeirra laga sem við höfðum þegar valið á plötuna, dreymandi og stórt. Lagið kom hratt og örugglega eftir hádegi á miðvikudegi - ljóð Valgerðar small svo algjörlega við stemningu lagsins.“ – Valgerður: Halli samdi undurfallegt og tært lag. Þegar ég heyrði það fyrst sá ég fyrir mér samspil ljóss og skugga eina hljóða vetrarnótt. Mér varð hugsað til hennar mömmu minnar sem þrátt fyrir ótal áföll einblínir allaf á ljósið og býr yfir miklu æðruleysi. Hún er eiginlega eins og egypski sólguðinn Kepri sem ýtir sólinni inn í sjóndeildarhringinn dag hvern. Þannig er hringrás dags og nætur, við endurfæðumst við hverja sólarupprás. Verðum ný og eignumst nýja von. Ég fylgi líflínunni í lófa hennar og sé hana sem leið sem er vörðuð ljósi. Mamma lýsir upp allt í kringum sig.”

Aukalag: Á jólanótt  (hátíðlegt jólalag)

Er borið uppi af Ágústu og strengjakvartett og var útsett nóttina fyrir strengjaupptökurnar. Það fær það hlutverk að vera aukalagið á disknum, þar sem 13 laga diskur þótti henta einstaklega vel fyrir jólin. Fjórtanda lagið á disknum er sem sagt Á Jólanótt eftir Jón Ásgeirsson við texta Gunnar Dal. Lagið samdi Jón til konunnar sinnar. Það kallast á við innhald fyrsta lagsins á disknum, Hljóða nótt og rammar því inn efnistökin á disknum.

bottom of page