top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Marglaga fornminjar í Lecce

Updated: Sep 5, 2023

Allt sem Luciano Faggiano vildi var að gera við skólplagnir í byggingunni sem hann dreymdi um að breyta í veitingastað svona Trattoria í ​​Lecce á Ítalíu,



Árið 2001 fór þeir feðgar að grafa og fóru fyrst í gegnum falskt gólf sem leiddi til frekari uppgötvana. Áfram grófu þeir í leit að leku lögninni sem leiddi þá inn í grafhýsi frá tímum Messapians, sem var forngrískur, indó-evrópskur ættbálkur sem bjó á svæðinu fyrir tíma Rómverja. Gröf frá 5. öld f. Kr. kom einnig í ljós


Svona hélt þetta áfram og úr varð afar merkur fornleifafundur, sem tók tæp átta ár að rannsaka og náði fjórar hæðir ofan í jörðina.


Faggiano feðgarnir fundu ýmsa kima, rými og gripi. Kapella kom í ljós sem var hluti af fransiskana klaustri sem starfrækt var 1200 til 1609. Málmristur frá Musterisriddurum á 12.öld. Gamall jesúítahringur prýddur kristnum táknum. Rómversk korngeymsla og flóttaleið frá rómverskum tíma sem lá út að útileikhúsinu. Brunnur sem sótti vatn í ánna Idume sem rennur undir bænum og út í sjó við Torre Chinaca, um 12 km frá Lecce.


Marga steinhöggna kima er að finna þarna niðri, m.a. litla barnagröf, stóra sameiginlega gröf og hluta neðanjarðarvegar sem tengdi bygginguna við aðra staði.


Uppgröfturinn vakti grunsemdir meðal nágranna, sem tilkynntu hann til yfirvalda. Faggiano fékk að lokum leyfi til að halda áfram með upphaflega verkefnið sitt sem var að laga pípulagnir svo framarlega sem viðurkenndur fornleifafræðingur hefði umsjón með verkefninu. Jafnvel þó að allt sem hann fann væri eign ríkisins þurfti hann sjálfur að borga fyrir uppgröftinn.


Auk uppruna lekans fundu Faggiano feðgarnir um 5.000 fornmuni og gripi.

Fornleifarannsóknum var lokið árið 2007 og Faggiono opnaði safn í stað veitingastaðar. Þeir sem leggja leið sína til Lecce geta skoðað Museo Faggiano, sem er einkasafn, opið almenning frá 2008. Tripadvisor segir raunar að þetta sé efst á lista yfir þá staði sem fólk ætti að leggja leið sína til þegar komið er til Lecce.


Gestir geta skoðað bygginguna og spólað sig í gegnum völundarhús neðanjarðarkima um hringstiga og glergólf sem sýna "undirliggjandi sögu". Það er eins og veggirnir tjái tilfinningar og minningar. Marglaga saga sem spannar um 2500 ár.


Svo opnaði veitingastaðurinn Quo Vadis loksins árið 2019, heilum 19 árum eftir að Luciano Faggiano ætlaði sér. Hann leggur mikinn metnað í veitingastaðinn og býður upp á staðbundna rétti úr einföldu en góðu hráefni. Matargerð í Lecce er þekkt fyrir svokallað cucina povera sem þýðir einfaldlega fátæklegt eldhús með tilvísun í matargerð til sveita (rural) úr hráefni sem vex á mismunandi árstíðum og er staðbundið.



Nú, þau ykkar sem ætlið að leggja leið ykkar til Lecce þá er borgin á "hælnum" á stígvélinu í Puglia héraði.


Það eru tvær ferðir á vegum Heimsferða til Lecce í ár, þann 5. október og 16. nóvember 2023.



Heimilisfang: Via Ascanio Grandi 56, 73100, Lecce, Italy
248 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page