top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Marche - hið nýja Toskana

New York Times hefur sagt að að Marche sé næsta Toskana og ekki lýgur Mogginn! Héraðið er ekki eins þekkt og "þjáist" ekki fyrir hinn mikla flaum ferðamanna sem setur stefnuna til Toskana árlega. Flestir ferðamenn í Marche eru í raun Ítalir. sem kunna að njóta fjársjóðanna sem héraðið hefur upp á að bjóða. Stórir ferðaskipuleggjendur hafa ekki enn snúið ásjónunni að Marche.

Ekki nóg með það að heldur hefur verið bent á að héraðið sé mjög heppilegur staður til að setjast að á efri árum, fjárfesta í eignum á sanngjörnu verði og njóta ævikvöldsins.


Marche dregur nafn sitt annað hvort af orðinu mýri, (e. marches) en einnig er sagt að uppruni nafnsins gæti verið af orðinu merki (ít. marca), samanber skjaldarmerki. Alltént er nafnið í fleiritölu, eina héraðið Ítalíu sem þannig háttar til um.


Marche er staðsett miðju stígvélinu, aftan á kálfanum, austanmegin við Adríahafið. Marche hefur héraðsmörk að Emilia-Romagna og San Marino í norðri, Toskana í norð-vestri, Umbria í vestri suðri við Abruzzo og Lazio. Héraðið er tæplega 9.700 ferkílómetrar að stærð, strandlengjan um 173 km löng og íbúarnir telja rúmlega 1,5 milljón.


Héraðið skiptist í fimm sýslur: Ancona með samnefnda höfuðborg héraðsins, Ascoli Piceno, Fermo, Macerata og loks, Urbino og Pesaró sem saman gegna hlutverki höfuðstaðar nyrsta hlutans.

Flestir íbúar héraðsins búa við ströndina en inn til landsins eru dæmigerðir kastalabæir á fjallstoppum sem hanga utan í hlíðunum. Sveitirnar eru doppóttar með litlum þéttbýliskjörnum, bæjum og býlum.

Víða er þónokkuð fjalllent þar sem landslagið er bæði hrikalegt og fagurt. Sibellini fjallgarðurinn er vinsælt útivistarsvæði og hæsti tindur héraðsins er Monte Vettore 2.476m. Segja má að Marche sé bæði falleg að utan sem innan því þar eru fjölmörg hellakerfi sem hægt er að skoða, bæði náttúrulegir og manngerðir hellar sem eiga sér langa sögu.


Listasagan

drýpur þar af hverju strái og borgin Pesaro hefu verið útnefndi menningarborg Ítalíu árið 2024, en þar eru reglulega haldnar hátíðir Rossini til heiðurs, því hann var þaðan. Tónlistarmenn og konur frá Marche sem hafa komist á spjöld listasögunnar eru Pergolesi (1483-1520), Renata Tebaldi (1922-2004), Franco Corelli (1921-2003) og Beniamino Gigli (1890-1957). Annað heimsfrægt nafn úr listasögunni er Raffaello (1483-1520) og síðast en ekki síst eitt ástælasta skáld Ítala Giacomo Leopardi (1798-1837).


Svo er gaman að segja frá því að mekka harmonikunnar er í Castelfidardo í Marche þar sem árlega er haldin fjölsótt harmonikuhátíð. Önnur fræg tónlistarhátíð er óperutónlistarhátíðin í Macerata sem fer fram undir beru loft í Sferisterio, hálfhringleikhúsi.

Einnig er vinsæl blúshátið haldin í San Severino á hverju ári.


Uppeldisstöðin mín

Ég lít á Marche sem mitt kjörlendi á Ítalíu. Þangað fór ég fyrst til að læra ítölsku, til bæjarins Urbania og síðar fór ég í ítölskunám í tungumálaskóla í Castelraimondo, líka í Marche. Síðan eignaðist ég góða vini á svæðinu og sonurinn líka og kemar þar nánast á hverju ári.


Hér færir Lonely Planet fram fimm góðar ástæður fyrir því að skoða sig um í Marche héraði og ég gæti ekki verið meira sammála.


Í haust ætla ég að vera með tvær ferðir til Marche. Önnur er fyrir félag harmoniku-unnenda, en hin er göngu- og dekurferð þar sem ég kynni ferðalanga fyrir þvi besta sem héraði hefur upp á að bjóða.


Hlakka til að segja ykkur meira frá mínu kjörlendi á Ítalíu.


Ef þú vilt fylgjast með og fá fleiri ferðafréttir eða pistla, þá getur þú skráð þig á póstlitann minn hér:
237 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page