top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

ARENAN er 100 ára

Updated: Jan 3

Reyndar er það ekki alveg rétt, því hún er tæplega 2000 ára gömul, var byggt á 1 .öld e.Kr., þegar Ágústus nafni minn missti sín keisaravöld og Kládíus var að taka við. Þetta er 3. stærsta hringleikahús á Ítalíu, næst á eftir Colosseum í Róm og hringleikahúss í bænum Capua.


Árið 1913, á hundarð ára fæðingarafmæli Giuseppe Verdi, var óperulistahátiðin í Arenunni sett á laggirnar. Kristján okkar Jóhannsson og Kristinn okkar Sigmundsson hafa komið þar fram og Björk okkar fyllti Arenuna tvisvar sinnum árið 2005 og síðast var hún með tónleika þar 2013.


100 volte la prima volta
100 volte la prima volta

Það verður mjög margt um dýrðir á næsta ári, vildi helst koma mér fyrir í Verona næsta sumar. Vona samt að það verði samt eitthvað svalara.


Þó svo að Arena di Verona hafi alltaf haldið verið sýningarstaður í gegnum aldirnar, allt frá sviðsettum sjóorrustum í Rómarveldi til forna, var það ekki fyrr en 1913 að Arenen varð hin sanna miðstöð frábærra óperusýninga undir berum himni. Sú sýning sem hefur verið sýnd hvað oftast þar er auðvitað Aida eftir Verdi. Þegar sýninign fór fyrst á svið var Art Nouveau vinsæll bygginarstíll og hann svífur enn yfir vötnum þegar Aida er sett á svið í Arenunni en á næsta ári fáum við nýja uppfærslu sem er fréttnæmt.


Frá 16. júní til 9. september 2023 verður samfelld tónlistarveisla í Verona. Dagskrá á skala sem aldrei hefur sést áður.


Við erum að tala um

Nýja uppfærslu af Aida eftir Giuseppe Verdi

Carmen eftir Georges Bizet | Staged by Franco Zeffirelli

Il Barbiere di Siviglia eftir Gioachino Rossini | Staged by Hugo de Ana

Rigoletto eftir Giuseppe Verdi

La Traviata eftir Giuseppe Verdi | Staged by Franco Zeffirelli

Nabucco eftir Giuseppe Verdi | Staged by Gianfranco de Bosio

Tosca eftir Giacomo Puccini | Staged by Hugo de Ana

Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini | Staged by Franco Zeffirelli



Auk þess verða fjórar frábærar sýningar sérstaklega settar upp með nokkrum mjög skærum stjörnunum, Plácido Domingo og Roberto Bolle og svo mun átrúnaðargoðið mitt Jonas Kaufmann snúa aftur í Arenuna eftir glæsilegt Galakvöld árið 2020 þar sem hann þreytti frumraunina sína í Arenunni og var kallaður fram sjö sinnum. Einng mun Juan Diego Flórez og sínfóníuhljómsveit og kór Scala óperunnar í Milano koma með ógleymanlega kvöldstund.


Það verður því ekki setið auðum höndum eða þöglum eyrum.

Flandrr ferðamiðstöð er komin af stað með að skipuleggja tónlistarferð næsta sumar til að taka þátt í veislunni og kynnast Verona, Garda og nágrenni í leiðinni.


Ef þú vilta fylgjast með og fá fréttirnar beint í æð, þá skrár þú þig á þennan póstlista og færð hnipp þegar nær dregur.








150 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page