top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Fáni í láni

Fánalán getur verið dýrt spaug. Því komst Elísabet heitin Englandsdrottning að þegar borgarstjórinn í Genova sendi henni reikning árið 2018 fyrir notkun á Genova fánanum í 247 ár, eða frá árinu 1771!


Það framkallar spurningar ferðamanna sem koma til Liguria hvað enski fáninn sé þar notaður óspart. Við innsiglinguna til Porto Venere eða Venusarhafnarinnar við Skáldaflóa í Liguria, er þetta mjög áberandi.


Hvað er enski fáninn að gera hér út um allt !?!?


Venusarhöfnin - Porto Venere í Liguria
Venusarhöfnin - Porto Venere

Heilagur Georg

Forsagn er sú að fáninn var upphaflega og er í raun enn fáni heilags Georgs sem jafnan er vísað til sem verndardýrlings hermanna. Fáninn var svo valinn sem tákn krossfaranna sem fóru til helgra staða og stuðluðu að útbreiðslu kristinnar trúar. Fáninn varð líka tákn skipaflota Genova sem þá var mjög öflugur og fór í frækilegar siglingar til landsins helga með krossfarana. Genova lagði Jerúsalem undir sig árið 1095 sem svar við endurteknum árásum Tyrkja og eftir þann sigur var kross heilags Georgs opinberlega tekinn upp sem tákn herlýðveldisins Genova.


Sjálfvirkt varnargildi

Fáninn, sem sögulega var notaður af lýðveldinu Genova, hafði sjálfvirkt varnargildi. Ef óvinaskipin sáu fánann á einhverju öðru skipi, forðuðu þau sér úr augsýn.

Þannig að árið 1190 ákváðu ráðamenn í London að nota fánann fyrir skip sín sem sigldu inn í Miðjarðarhafið til að njóta þar með verndar Genova flotans. Fyrir notkunina á fánanum þurftu Bretar að greiða lýðveldinu Genova árlegan skatt.


Hnignun Genova

Her Napóleons Bonaparte hernam Liguria hérað árið 1797 og þar með borgina Genova, en hnignunartímabilið hafði í raun staðið lengur. Hertogadæminu sem farið hafði með völd alla tíð var þá skipt út fyrir svokallað lígúrískt lýðveldi undir stjórn Frakklands.


England nýtti sér þetta hningnuartímabil og hætti árið 1771 að greiða skattinn til Genova. Það sem meira er, byrjaði að nota fánann sem opinberan fána Englands, þann sem við þekkjum í dag sem enska fáninn. Það væri gaman að framreikna leiguna fyrir þessi 252 ár sem liðin eru.



En hvað með Venus?

Maður skyldi ætla að ástargyðjan Venus komi eitthvað við sögu í Venusarhöfninni eða að hún fái í það minnsta mynd af sér á bæjarmerkinu, en nei, ekki svo gott.


Venus hefur a.m.k. tvöfalda tengingu við bæinn. Yst á tanganum þar sem nú stendur Péturskirkja var áður rómverskt hof sem helgað var Venusi. Goðsagan segir að Venus hafi fæðst á þessum stað, en það er erfitt að "sanna það". Hins vegar mun Botticelli hafa fengið unga stúlku frá bænum Porto Venere sem fyrirsætu fyrir meistaraverk sitt, fæðing Venusar. Sú stúlka hét Simonetta Vespucci og var ástkona Giuliano de' Medici.


Sandro_Botticelli_-_La_nascita_di_Venere_-_Google_Art_Project_-_edited
Sandro_Botticelli_-_La_nascita_di_Venere_-_Google_Art_Project_-_edited

Stolið og staðfært héðan


Related Posts

See All

Comments


bottom of page