Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Var Shakespeare Ítali?
Updated: Mar 26, 2022
Shakspeare setti sögusvið af nokkrum leikrita sinna hér í Verona . Ekki bara Rómeó og Júlíu, heldur líka Skassið tamið og Tveir herramenn frá Verona. ítalía virðist hafa verið honum hugleikin því fleiri verka hans gerast á Ítalíu.
Það var greinilegt að Verona borg hafði áhrif á hann, líklega úr fjarska, því ekki er vitað að hann hafi nokkurn tíman komið hingað og til Ítalíu yfir höfuð. Eða hvað???
Það hafa ítrekað komið fram kenningar um að Shakespeare hafi ekki verið enskur heldur ítalskur.

Florio kenningin um höfundarrétt Shakespeare heldur því fram að mótmælendapresturinn Michelangelo Florio (1515–1566) eða sonur hans, enski orðasafnsfræðingurinn John Florio (1552–1625), eða báðir, hafi skrifað leikrit William Shakespeare (1564–1616).
Innbyrðis tengsl milli verka John Florio og Shakespeare hafa verið rannsökuð ítarlega. Þær tilgátur hafa gengið það langt að halda því fram að þeir séu einn og sami maðurinn. Það hafa reyndar verið gerðar margar tilraunir til að eigna öðrum höfundaverk Shakespeare.
Sikileyski blaðamaður, Santi Paladino, kynnt afbrigði af þessari höfundavangaveltum. Hann segir að einn dag á bókasafni föður síns hafi hann rekist eintak af bók með nafninu Second Fruits, sem hann fullyrti að hefði verið gefin út árið 1549 af „Michael Agnolo Florio“. Hann opinberaði þennan fund sinn og túlkun á honum í grein sem hann skrifaði "Hinn mikli Shakespeare gæti verið ítalskur"
Það eru nokkrar fleiri svona getgátur, kenningar og hugmyndir, misgóðar eða keimlíkar með nokkru tvisti.
Hingað til hafa margir fræðimenn verið fullir efasemda um höfundarétt Shakespeare a sínum verkum, þar á meðal enskir fræðimenn. Margir þeirra hafa verið sammála um að allt sem Shakespeare setti upp og undirritaði í kjölfarið sé sameiginleg höfundaverk að minnsta kosti þriggja manna: Michelangelo Florio, sonar hans John Florio og leikhúsfrumkvöðulsins og leikarans Will Shagsper. sem var líklega fyrsta rithöfundateymi í bókmenntasögunni.
En skemmtilegasta útgáfan af þessum kenningum er frá 1936 þegar miðillinn aka sjáandinn, Luigi Bellotti, kom fram með sögu um að hann hefði verið í sambandi við hinn raunverulega Shakespeare. Í þeim samskiptum í handanheimunum birtist honum pergament sem samanstóð af sjálfsævisögu Michele Agnolo Florio / Guglielmo Crollalanza undirritað af William Shakespeare. Hann kom þeirri skoðun sinni í umferð að það væri tengsl á milli Florio og Crollalanza. Þessi Guglielmo Crollalanza var sagður fæddur í Sondrio og, munaðarlaus 19 ára, breytti hann nafni sínu í Florio til að forðast rannsóknarréttinn og flutti þá til ættingja á Englands sem höfðu í millitíðinni breytt nafni sínu í Shakespeare. Nokkrum árum síðar skrifaði Luigi upp niðurstöður andlegra funda í bæklingi sem gefinn var út í Feneyjum árið 1943 og ber heitið L'italianità di Shakespeare.
Maður að nafni Stefano Reali gaf út bók fyrir nokkrum árum sem hann kallar “Ghost Writer” sem byggir einmitt á þessum hugmyndum. Sú bók hefur verið sviðsett og gott ef það hefur ekki verið gerð sjónvarpsmynd um málið.
En nú læt ég staðar numið áður en hin fræga saga um Rómeó og Júlíu verður flutt frá Verona og eitthvert annað. Gerðist hún í raun í Verona?. Hver átti upprunaútgáfuna? Er hún sönn?
Meira um það í næsta þætti um höfundaefasemdir...