top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Brúsakvartettinn 1965

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Apr 6
  • 2 min read

Updated: Apr 15

... er svo sannarlega skemmtilegt nafn á kvartett, eða í þessu tilfelli oktett.


Hér er mynd af starfsmönnum Mjólkursamsölunnar sem skipuðu Brúsakvartettinn. Myndin er líklega frá árinu 1965 og lengst til hægri í fremstu röð er föðurbróðir minn, Pétur Marinó Pétursson, eða Marinó frændi eins og ég kallaði hann alltaf. Hann bjó á efri hæðinni á Álftröð 3 og reyndist mér afskaplega vel alla tíð. Ég vissi reyndar ekkert um að hann hefði sungið í kór eða kvartett, en hann spilaði listavel á píanó.


Myndin er líklega tekin á stofu, því það er svo vel frá henni gengið í kartoni.


Hún var búin að vera í geymslu hjá Fjólu frænku en komst í mínar hendur fyrir skömmu og mig langar svo að komast að meiru um þennan Brúsakvartett.

Hafði því samband við Elínu Margréti, aðra frænku mína, sem er bóndi í Fellshlíð og stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Hún bar myndirnar undir sér fróðari aðila og það tókst að nafngreina nokkra menn á myndinni en það finnast engar heimildir um kvartettinn.


Brúsakvartettinn - Starfsmenn Mjólkursamsölunnar
Hér stendur reyndar Brúsakvarttinn en á líklega að vera Brúsakvartettinn
Brúsakvartettinn - Starfsmenn Mjólkursamsölunnar 1965
Brúsakvartettinn - Starfsmenn Mjólkursamsölunnar 1965

Mennirnir á myndinni eru skv. heimildum:


Efri röð frá vinstri: Gísli Sigurðsson, Stefán Jónasson, Ólafur Sigurþórs, Fiðrik Guðmundsson, Pétur Gíslason


Neðri röð frá vinstri: Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Ísleifsson, söngstjóri, Jóhann N. Jóhannsson (Jói Long) og lengst til hægri er svo Marinó Pétursson, frændi minn.


Mikið væri nú gaman að komast að því hverjir þessir þrír menn eru sem ekki tókst að nafngreina og fá frekari upplýsingar um Brúsakvartettinn?




Og þá bárust upplýsingar frá manni að nafni


Hann segir:

Pabbi getur ekki svarað þessum pósti svo ég geri það fyrir hann. Hann segir að fyrsti maðurinn í fremri röð heiti Þorsteinn Jónsson, annar heiti Guðmundur Sigurðsson og sá þriðji heiti Jón Ísleifsson, söngstjóri. Afi minn var Ólafur Sigurþórsson, í efri röðinni. Við vonum að þetta hjálpi. Allir unnum við í Samsölunni.



Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

áhugamanneskja um Brúsakvartetta




Comments


bottom of page