top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Bíómyndir til upphitunar fyrir Ítalíu

Updated: Jul 1, 2023

Hér er ákveðin aðferð til að koma sér í Ítalíu-gírinn þar sem Gardavatn og Verona koma við sögu, svona ef þú skyldir vera á leiðini þangað í sumar.


Þetta eru allskonar bíómyndir og alls ekki tæmandi listi. Ég get staðfest að maður kemst á hugarfluginu hálfa leið við að horfa á sumar þeirra.


Rómeó og Júlía

Sögusviðið er Verona. Það er reyndar ekki algengt að Rómeó og Júlía séu endilega teknar upp þar, t.d. var myndin fræga með Leonardo di Caprio og Claire Danes alls ekki skotin þar, ekki einu sinni á Ítalíu (1996). Það sama má segja um fræga mynd eftir Franco Zefferelli (1968), hún var tekin upp í Toskana og í og við Róm. Myndin eftir Carlo Carlei er líklega eina myndin af listanum hér að neðan sem tekin er upp að einhverju leiti í Veronaborg sjálfri.


Annars setti Shakspeare sögusviðið í nokkrum leikrita sinna hér í Verona. Ekki bara Rómeó og Júlíu, heldur líka Skassið tamið og Tveir herramenn frá Verona. ítalía virðist hafa verið honum mjög hugleikin því fleiri verka hans gerast á Ítalíu.Einhverjir spekingar hafa gert upp hug sinn um hvað séu bestu Rómeó og Júlíu myndirnar sem hafa komið út.

  1. Romeo + Juliet (1996) í leikstjórn Bas Luhrmann - Elskendurnir leiknir af: Claire Danes og Leonardo di Caprio

  2. Gnomeo & Juliet (2011) - teiknimynd

  3. Shakespeare in Love (1998) - Fræg mynd með Gwyneth Paltrow og Ralph Fiennes.

  4. Rosaline (2022) - Gamanmynd, sagan sögð út frá sjónarhorni fyrrverandi kærustu Rómeós.

  5. Die in a Gunfight (2021) - Gerist í nútímanum í New York

  6. Romeo & Juliet (2013) í leikstjórn Carlo Carlei - Elskendurnir leiknir af: Hailee Steinfeld og Douglas Booth (Sú eina sem tekin er upp í Verona)

  7. Romeo and Juliet (1968) - í leikstjórn Franco Zefferelli. Elskendurnir leiknir af: Olivia Hussey og Leonard Whiting

  8. Romeo and Juliet: Beyond Words (2019) - Ballett-útgáfa


Aðrar myndir til að njóta fyrir brottför


Call me by your name (2017

Þessi mynd náði mér alveg. Mjög falleg og kynnir til sögunnar nýstirni, sem er ekki svo nýr lengur. Hann leikur í DUNE myndunum og heitir Timothée Chalamet. Myndin er að mestu tekin upp í villu rétt hjá Cremona Villa Albergoni, Via Montodine, 8, 26010 Moscazzano CREMONA en sögusviðið er að hluta til í Sirmione á Ítalíu.


Sagin gerist árið 1983 þar sem Elio, persónan sem Timothée leikur, er 17 ára. Þar dvelur hann sumarlangt með fjölskyldu sinni, föður sem er prófessor í grísk-rómverskum fornleifum. Um sumarið kemur nemi í fornleifafræði í heimsókn og þá gerist eitt og annað.


Í myndinn er m.a. farið út á Sirmione tangann þar sem Catullo villan er staðsett. Þar á sér stað merkilegur fornleifafundur.Letters to Juliet (2010)

Skemmtileg bíómynd þar sem ABBA stjarnan Amanda Seyfried fær tækifæri til skína og Vanessa Redgrave prýðir einnig leikarahópinn.

Ástin kemur auðvitað við sögu, bæði ný og gömul. Þemað í myndinni er þessi samkeppni sem haldin er árlega í Verona. Júlía tekur við ástarbréfum allstaðar að úr heiminum og þeim er svarað. Hún fær um 10.000 ástarsögur á ári. Starfræktur er svokallaður Júlíu-klúbbur sem verðlaunar þrjár hjartnæmustu sögurnar og höfundum þeirra er boðið til Verona.


Þessa "hefð" má rekja allt aftur til ársins 1930 þegar Ettore Solimani, varðmaður við gröf Júlíu fór að safna saman bréfunum sem fólk hafði skilið eftir við gröf Júlíu. Hann komst við og byrjað að svara bréfunum. Segja má að hann hafi verið fyrsti ritari Júlíu.


Hvernig væri að prófa? Netfangið er: dearjuliet@julietclub.com


Frá árinu 1996 hefur rithöfundasamkeppni verið við lýði og árlega eru valdar bækur og höfundar þeirra verðlaunaðir. Þemað verður að vera ástin. Samkeppnin heitir Scivere per l'amore eða Skrifað fyrir ástina.


En yfirgefum nú ástina um stund og skoðum skuggahliðarnar


Bærinn Saló sem stendur við Gardavatnið á sér litríka fortíð, þó svo að bærinn í dag sé dásemdin ein. Myndin Il Cattivo Poeta (Grimma ljóðskáldið) gerist þar og túlkar sögu Gabriele D'Annuzio sem þar bjó og skildi eftir sig sérviskulegt safn. Þar var sannarlega furðufugl á ferð hvers sögu ég rek stuttlega í þessum pistli.


Önnur tryllingsleg hryllingsmynd, bönnuð inn 18, er myndin Salò eða Le 120 giornate di Sodoma (1975) eftir Pier Paolo Pasolini og er mjög umdeilt verk.


Saló byggir á skáldsögu Marquis De Sade, 120 dagar í Sódómu. Myndin var aldrei sýnd formlega hér á landi en mig minnir að hún hafi verið sýnd í PíóPardís fyrir einhverjum árum á vegum költmyndahópsins Svartir sunnudagar. Það orð hefur lengi farið af henni að þarna fari viðbjóðslegasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Myndin var svanasöngur Pasolini, en hann var myrtur á hrottalegan hátt þremur vikum eftir frumsýningu hennar. Umfjöllun um myndina hér.


Bærinn Saló er einnig þekktur sem staðurinn þar sem Mussolini kom sér fyrir eða var komið fyrir í leppríki lok seinni heimsstyrjaldarinnar.


Það er samt alveg hægt að mæla með að heimsækja bæinn Saló, þótt hann eigi sér svona skuggalega sögu.


En við skulum enda á léttum nótum


Un amore così grande (2018)

Hef ekki séð þessa mynd reyndar en tenóra-tríóið Il Volo kemur við sögu og kannski þess virði að bæði hlusta og horfa á þessa mynd þó hún fái ekki sérlega góða dóma, en hva... Verona og il Volo bjarga því sem bjargað verður.


Myndin er á ítölsku og fjallar um Vladimir sem flytur frá St. Pétursborg til Verona eftir að móðir hans deyr. Þar leitar hann föður síns sem hann hafði aldrei þekkt. Hann kynnist auðvitað ástinni, að þessu sinni er það Veronica (ekki Júlía).

Il Volo leika sjálfa sig í myndinni en það kemur auðvitað í ljós að Vladimir er með eðal-tenórrödd og fær að taka lagið með þeim.

Hér hún YouTube - en bara seinni hluti:


Love in the Villa (2022)

Rakst á þessa mynd á Netflix nýlega, gæti alveg verið svona Hallmark ástar-jólamynd í b-flokki. Fjallar um konu sem sem leigir sér íbúð í Verona á Airbnb eftir erfið sambandsslit. Það kemur í ljós að húsð er tvíbókað og hún endar á að deila húsinu með hrokafullum breskum sjarmör. Það vill svo skemmtilega til að íbúðin er staðsett í húsasundinu þar sem svalirnar hennar Júlíu eru, nánast sama heimilisfang. Svo gerist ýmislegt rómantísk og ...


Þar með lokast hringurinn. Við erum aftur komin heim til Júlíu.Það þekkja allir La vita é bella (1977) og Cinema Paradiso (1988) sem gerðust klárlega ekki í Veneto héraði. Ef þið eruð ekki búin að horfa á þessar myndir nýlega þá er klárlega kominn tími til þess.Related Posts

See All

Comentarios


bottom of page