top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

19. júní - kjörið tækifæri

Updated: Jan 24, 2022

Í dag eru 105 ár liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Til að byrja með voru það einungis giftar konur, eldri en 40 ára sem fengu að kjósa. Fimm árum síðar, árið 1920 fengu allar íslenskar konur eldri en 25 ára að kjósa til Alþingis.


Þetta er ótrúlegt. Einungis 100 ár síðan ég mátti kjósa. Mér finnst þetta svo sjálfsagður réttur og ég hef nýtt mér hann til hins ýtrasta. Mér finnst því kjörið tækifæri til að minna á nýju stjórnarskrána okkar, sem enn hefur ekki litið dagsins ljós. Alþingi fékk skýr skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda fóru fram á að Alþingi lögfesti nýju stjórnarskrána, okkar samfélagssáttmála.


Ég bauð mig fram til stjórnlagaþings árið 2010. Ég náði ekki kjöri, lenti í ca. 112 sæti en en það skipti ekki máli því kosningarnar voru dæmdar ólöglegar vegna þessa að kjörklefarnir voru „gagnsæir”, sem er svona skondna söguskýringin á þessu klúðri.



Þá var stofnað stjórnlagaráð sem ég batt miklar vonir við. Stjórnlagaráð afhenti frumvarp að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra stjórnlagaráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins, miðvikudaginn 27. júlí 2010. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Fulltrúar í Stjórnlagaráði eru einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega.

Mér sýnist að þessi kall sé með pálmann í höndunum. X-HUH!


Hvar er nýja stjórnarskráin eiginlega? Það eru komin 10 ár síðan kosið var til stjórnlagaþings og 100 ár síðan að allar íslenskar konur fengu kosningarétt. Væri ekki kjörið tækifæri að klára þetta í ár?



Það eru forsetakosningar á næsta leiti. Langar að æfa mig í að kjósa. Í dag er kjörið tækifæri til þess.


Farin í Smáralind... að kjósa... og kaupa Nespresso.

70 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page