Snjólaug langamma
- Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

- Oct 21
- 2 min read
Snjólaug Guðbjörg Sigurborg Magnúsdóttir
Fossárdal
f. 1. júní 1863 - d. 7. mars 1938

Æviágrip um langömmu eftir Ásgeir Karlsson
Skrifað 30. maí 2020. Fengið af láni af Íslendingabók
Snjólaug var dóttir Ingibjargar Erlendsdóttur (f. 1829) og Magnúsar Jónssonar (f. 1828) frá Eyjólfssstöðum og var fædd eftir að þau, foreldrar hennar, Ingibjörg og Magnús höfðu misst 6 börn á hálfum mánuði úr barnaveiki. 14. maí - 2. júní 1862. Snjólaug "önnur" fæddist svo ári seinna eða 1. júní 1863.
Mæðgurnar Ingibjörg og Snjólaug voru mjög samrýmdar og bjuggu alla sína tíð á Fossárdal. Var alkunna hversu hagmæltar þær mæðgur voru og hélt almenningur vísum þeirra á lofti þó ekki hafi varðveist mikið af kveðskap þeirra.
Snjólaug hafði lengi verið búin að vera hrifin af Magnúsi áður en þau áttust. Sagt er að hún hafi verið heimasæta þegar Magnús kom eitt sinn á einmánuði sem gestur á Fossárdal. Þá tíðkaðist að heimasætan ætti tilkall til þess pilts er fyrstur kæmi í heimsókn á einmánuði. Snjólaug hafði heyrt til hans og mælti:
Málróminn ég þekki þinn.
Þú ert jafnan stilltur.
Ég vildi að þú yrðir minn,
einmánaðarpiltur.
Magnús var vinnumaður á Hofi í Álftafirði, fæddur í Berufirði 14. jan. 1853 - d. 12. ágúst 1941. Hann gerði sér stundum far upp á Fossárdal. Magnús hætti öllum ferðum sínum upp á Fossárdal þegar honum var eignað stúlkubarn sem fæddist á Hofi. Þetta barn dó ungt og varð ekkert meira úr því sambandi. Ingibjörg, móðir Snjólaugar, tók sig til og sótti Magnús suður í Álftafjörð og eftir henni er haft:
Einu sinni á ævi minnar skeiði.
Kaldur haldi klaki jörð.
Kom ég suður í Álftafjörð.
Hvar sem bar mig byggðum þar að manna.
Var mér góðu vikið að.
Víst mun Drottinn launa það.
Snjólaug og Magnús voru gefin saman þann 12. nóvember 1879, Hann var þá 26 ára og hún 17 ára. Þau bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eiríksstöðum og í Urðarteigi 1882-1885 en fluttu þá í Eyjólfsstaði og tóku við búi foreldra Snjólaugar og bjuggu þar upp frá því.
Þau eignuðust 12 börn og af þeim komust níu til fullorðinsára.
Eitt þeirra barna var móðuramma mín Guðrún Magnúsdóttir,
f. 6. júlí 1902 - d. 3. okt. 1925.
Langamma mín er höfundur þessar vísa sem hún semur um dóttur sína, ömmu mína
Lífs á vegi ljúfan mín,
Lærõu dyggða gnóttir.
Gullbaugseyjan glöõ og fín
Guðrún Magnúsdóttir.
Guðrún mín er glöỡ og rjóð
get ég þess í kvæði.
Er hún við mig alltaf góð,
Blómarósin blíð með ljósan vanga,
gæðum vafin Guðrún mín
guð þig hafi í faðmi sín.
Snjólaug lést að Fagrahvammi þann 7. mars 1938.
Afi minn Kristján og amma mín Guðrún

Líkræða sem Þorsteinn Þórarinsson (1831-1917) prestur hélt yfir systkinum sex er öll dóu úr barnaveiki í maí og júní 1862 og fóru í sömu gröf. Börnin hétu Snjólaug (f. 1850), Vilborg (f. 1851), Guðbjörg (f. 1852), Sigurbjörg (f. 1854), Gunnlaugur (f. 1856) og Ingibjörg (f. 1859).
Langamma mín Snjólaug




Comments