top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Sanngirnisþurfi drifgeit

Updated: Jan 24, 2022

Undirrituð fékk tækifæri til að eiga spjall við Óla Jóns nýlega um alla hattana sem ég á og nota reglulega. Að koma skilmerkilega frá sér á 30 mínútum því sem maður hefur lært, reynslunni sem hefur safnast upp og það helsta sem maður hefur fengist við í lífinu er áskorun. Kannski maður ætti að æfa sig í því oftar. Það fennir nefnilega yfir sumt og annað fær of mikið rými.



Ef hægt væri að fá gráðu í nýyrðsmíði, þá yrði ég mér örugglega úti um hana. Mér tókst að setja saman orðið sanngirnisþörf. Er það ekki bara jafngott og réttlætiskennd?


Svo finnst mér drifgeit svo ljómandi gott orð yfir „driver-guide". Svona „Þrjú tonn af sandi" snúningur. Ökuleiðsögumaður virkar líka vel, en ekki eins skemmtilegt.


Yfirlýsingagleðin náði hámarki á þessum 30 mínútum þegar ég útvarpaði því að ég ætlaði að bæta við mig fleiri höttum...


Næsta blogg mitt mun fjalla um bólstraðar jarðýtur og flauelshamra. Spennandi, ekki satt?


Hittumst heil



131 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page