RIP Valentínus 💔

Eymd einhleypra spratt fram í gærkvöldi þegar sjónvarpsdagskráin á laugardagskvöldi blasti við á skjánum.


Hvers eigum við að gjalda einhleypurnar sem setjumst með tærnar upp í loft fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldi, ekki einu sinni með popp í skál því við erum á ketó?


Jú, alltaf gaman að horfa á þriggja klúta mynd og kreista hjartað í leiðinni.

En Stöð 2 gerði okkur aldeilis grikk í gærkvöld, en ekki gott.


Boðið var upp á valentínska mynd með fallegu fólki með skilaboðum um að hægt væri að snú Valentínusardeginum sér í vil. All Things Valentine.


Hápunktur kvöldsins var svo kynning á myndinni How To Be Single. Þá heyrðist margrómuð rödd Björgvins Halldórssonar sem kynnti myndina sem GREEN MILE. Ef ég man rétt fjallaði sú mynd um mann sem beið dauðarefsingar! Hann var pottþétt ekki í fangelsi til að læra að verða einhleypur!


Hver eru skilaboðin eiginlega? Þó líði ár og öld Bjöggi, er ég ekki viss um að ég geti fyrirgefið þér þetta.


Svo mikið varð mér um að ég fór og poppaði og néri svo alvöru salti sárin og það sveið. Var nefnilega með munnangur...


RIP Valentínus 💔

Recent Posts

See All

ÁSÁ ehf. | Álfhólsvegur 32, 200 Kópavogur | Ísland

markthjalfun@agustasigrun.is
www.agustasigrun.is | sími: +354 899 4428

Reikn: 536-26-520215 | Kennitala: 520215-0690