top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Merkilegar styttur í Marche

Updated: Sep 4, 2023

Það er eins og þessar þrjár styttur séu fæddar á þeim stað sem þær standa í héraðinu Marche á Ítalíu.


Penelópa

Hafmeyjan í Kaupmannahöfn á sér systur í bænum Senigallia.


Verkið er hluti af röð 37 verka, unnin á árunum 1993 til 1998 af listamanninum Gianni Guerra og hefur vakað fyrir austurbryggju Senigallia síðan 2004.


Penelópa hefur orðið tákn fyrir elskendur sem skilja eftir hengilás sem merki um ást sína. Íbúar í Senigallia hafa tekið ástfóstri við Penelópu og sumir hverjir sverja að hún færi þeim lukku.

Hún heitir eftir Penelópu hans Ódysseifs sem beið síns heittelskaða í nær 20 ár eftir að hann snéri heim eftir Trójustríðið.


Innblásturinn sem listamaðurinn fékk var þegar hann stóð við höfnina og fylgdist með báti á leið út á miðin og tók eftir því hvernig myrkrið gleypti hann. Hann velti fyrir sér hver myndi bíða endurkomu hans og niðurstaðan var að auðvitað væri það kona, sama hversu lengi hún þyrfti að bíða.



Kristur í Marche

Síðan 2010 hefur Kristur frá Marche (Cristo delle Marche) fylgst með svæðinu frá svölunum i Marche eins og þessi staður er kallaður. Styttan er 2,70 metra hátt svart granítverk og það sem er eftirtektarvert, er að krossinn vantar. Mjög áhrifríkt!



Styttan er eftir myndhöggvararann Nazzareno Rocchetti og stendur fyrir framan Domus San Bonfilio sem er trúarmiðstöð þar sem áður viðhöfðust einsetumunkar. Staðsetningin er táknræn í í 823m hæð og kristur vakir þar yfir öllu Marche héraði með einstakt útsýni.


Það er ekki frá því að þessi Kristur kallist á við þann í Rio... en þessi er bara í Cingoli í Marche.


Hér er Wikiloc leiðin þangað upp en best er að byrja á bílastæði við Tasinete skóginn. Gönguleiðin er um 12 km. HÉR er lýsing á gönguleiðinni



Sjómaðurinn í Numana

Á fallegum útsýnisstað í Numana stendur bronsstytta af sjómanni með hrukkótt og veðrað andlit sem heldur á hefðbundnu neti sem kallast „sciabega" í annarri hendi og rýnir út á hafið með hinni.


Minnisvarðinn heiðrar tenginguna sem Numana hefur við sjóinn og alla sjómenn sem sóttu sjóinn fast frá þessum stað.


Myndhöggvarinn, Johannes Genemans, var innblásinn af goðsagnakenndri ímynd fiskimanns sem var til í raun og veru. Altibano Bartolucci var bæjarbúi í Numana, oft kallaður „Charles Bronson“ vegna þess hveru sterkur svipur er með þeim. Kannski eitthvað til í því. Hvað finnst ykkur?



Altì, eins og vinir hans kölluðu hann, var hin klassíska sjóheta, ósvikinn frjáls andi sem fór til veiða á öllum árstímum. Hans þarfasti þjónn var báturinn Aquila dei sette mari eða Örn hinna sjö hafa.



Ferð til Marche í maí 2024

Kynntu þér ferð til Marche sem ég er búin að setja saman. Það verður göngu- og dekurferð þar sem við förum á nokkrar af þessum söguslóðum og rekumst vonanandi á einhverjar af þessum áhrifaríku myndastyttum.


Göngu og dekurferð





Related Posts

See All

Comentarios


bottom of page