top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Heimsminjar á Ítalíu

Heimsminjaskrá UNESCO er skrá yfir staði (t.d. skóga, fjöll, stöðuvötn, eyðimerkur, byggingar eða borgir) sem hafa verið útnefndir heimsminjar innan alþjóðlegrar heimsminjaáætlunar UNESCO. Á Ítalíu er að finna 58 slíka staði sem er mesti fjöldi slíkra staða í einu og sama landinu.

Tilgangur skrárinnar er stuðla að varðveitingu staða sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og eru taldir hluti af menningararfi mannkyns. Áætluninni var hleypt af stokkunum af UNESCO 16. nóvember 1972 á degi íslenskrar tungu. Ætli það sé tilviljun...?


HÉR er gott myndband sem sýnir mikilvægi þessa verkefnis.

Skráin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera mjög Evrópumiðuð og eins fyrir hið stranga verndunarsjónarmið sem liggur henni til grundvallar og er skilyrði fyrir að staður sé tekinn á listann. Þetta síðasta atriði leiddi til stofnunar lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf árið 2008.


Ísland gerðist aðili að samningnum um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins árið 1995.


Nýjar áherslur um heimsminjar voru lagðar til fyrir 21. öldina. Þar er samhengi og heildarumfang þeirra minja sem um ræðir haft að leiðarljósi meðal annars með svokölluðum raðtilnefningum á heildum, sem jafnvel ná yfir landamæri margra landa.


Í dag er 1157 staðir á skránni í 167 löndum. Þrír þeirra eru á Ísland; Surtsey, Þingvellir og Vatnajökulsþjóðgarður, en fleiri staðir eru fast vð það að komast á listann.


Hér er listinn í heild sinni.


Eins og áður sagði er staðirnir 58 á Ítalíu og ófáar miðaaldaborgir eru í heilu lagi listaðir á skránni. Þennan lista er líka hægt að nota sem pressu til að fá aðila sem bera ábyrgð á stöðunum til að taka sig á, því staðir eru óhikað fjarlægðir af listanum ef slakað er umhyggju og natni við varðveislu þeirra. Auk þess eru 31 staðir á tillögu lista sem bíður umsagnar til viðbótar þessum 58.


Eitt af leynivopnum þeirra sem sjá um að vekja athygli á þessum stöðum er að hvetja fólk til að ferðast til þeirra. Það er örugglega besta starf í heimi.


En 58 staðir. Það er dágott. Upptalningin er HÉR


Uppfært 3.9.2023Related Posts

See All

Comments


bottom of page