top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Bænum sem var sökkt

Updated: Mar 21, 2022

Uppistöðulón fékk nýja merkingu fyrir mig á ferðalagi um norðurhluta Toskana á dögunum. Það var svona súr-sæt tilfinning sem bjó um sig í bland við forvitni, vitandi að tekin var ákvörðun um að sökkva bænum Fabbriche di Carregine árið 1946. Ástæðan, jú, það þurfti að virkja.


Hér stóð bær með burstir fjórar og ýmislegt fleira. Venjulega risu bæir hátt upp í hlíðum og á fjallstindum til þess að geta varist og séð aðsteðjandi hættur í tæka tíð fyrir innrás. Eins og nafnið gefur til kynna er nafnið á bænum það sama og við notum á íslensku/dönsku - fabbrikka. Orðið er dregið af fabbre og þýðir stál eða járn og er í þessu tilfelli tilvísun í járnvinnslu sem unnin var úr Tambura fjalli. Bærinn varð einskonar nýlenda járnsmiða sem fluttu hingað frá Brescia á Norður-Ítalíu og fékk nafnið Fabbriche di Carregine til aðgreiningar frá bænum Carregine sem stóð og stenudrmun hærra í fjallshíðinni.


Bærinn marar i´hálfu kafi
Bærinn marar i´hálfu kafi

Eftir að ákvörðun var tekin um að byggja Vagli stífluna til að virkja ánna Serchio sem rennur í dalnum, var ljóst að það þyrfti að fórna þessum bæ. Með reglubundnu millibili þarf þó að tæma uppistöðulónið til að hægt sé að sinna viðhaldi á stífluveggnum og það er hefur verið gert fjórum sinnum síðan bænum var sökkt, síðast árið 1994.


Bærinn reis sum sé árið 1270 af ástæðum sem eru hér að ofan nefndar en eftir að járn og stálframleiðsla hafði ekki eins mikla þýðingu fækkaði bæjarbúum. Árið 1833 voru þeir einungis 66 talsins. En þá voru opnaðar marmaranámur og bærinn tók þátt í þeim uppgangi og gekk í endurnýjum lífdaga. Byggð var lítil vatnsaflsvirkun í byrjun 20. aldar sem virðist hafa komið stórhuga framkvæmdum af stað nokkrum áratugum síðar.


Þegar tæmingar eiga sér stað dregur það að sér fjölda áhorfenda og því má búast við miklu flóði af fólki sumar 2022, þegar lónið verður tæmt. Það hefur reyndar staðið til í tvö ár hefur verið frestað í tvígang út af dotlu. Næsta sumar verður aftur hægt að heimsækja þennan draugabæ "paese fantasma" og ímynda sér hvernig lífið í honum var fyrir "drukknun".


Í sokkna bænum er varðturn sem gegndi því hlutverki að hringja til messu en einnig að senda út viðvörunarmerki ýmist með klukknahringingu eða bálkesti. Þar er líka það sem eftir er af kirkju heilags Theódórs sem reis þar um 1570.



Annars er í dag hér undurfagurt grænt vatn, Lago di Vagli, já manngert. Við vatnið standa bæirnir Vagli sotto og Vagli sopra, sem þýðir neðri og efri bær. Allt í kringu eru skemmtilegar gönguleiðir og hægt að fara ævintýralega salibunu í rennilínu (zip-line) efst af fjallstoppi yfir vatnið. Eins rákumst við á áhugaverðan húsdýragarð á göngu okkar og afar sérstakan leikjagarð. Ofar í hlíðunum stendur enn bærinn Carregine sem er var systurbær hins sokkna.


Brýrnar sem liggja yfir vatnið eru fjarska fallegar.


En það er kominn tími á tæmingu. Heklan okkar "á að" gjósa á 10 ára fresti og það var líka tæmingarplanið fyrir lónið, en það hefur ekki gengið okkar. 1958, 1974, 1983, 1994 .... og nú 28 árum seinna er komið að því.


Hér er stutt myndband frá því 1994 og fleir nýlegar myndir






















Related Posts

See All

Comments


bottom of page