top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Minnsta leikhús í heimi - 71 m2

Updated: Mar 21, 2022

Það verður ævintýri að reka upp roku í þessu leikhúsi í sumar. Rakst á þessa gersemi fyrir tilviljun þegar ég var að kynna mér FAI (Fondo Ambiente Italiano) sem eru frjáls félagasamtök sem bjarga sögulegum verðmætum, byggingum, görðum, og stöðum þar sem náttúran er í aðalhlultverki.


Teatrino di Vetriano í Pescaglia í Toskana er eitt slíkra verkefna.


Leikhúsið var byggt 1890 og er einungis 71 fermetri. Sviðið er 5,5m x 5,5m. Þar eru sæti fyrir 60 í salnum og 20 á svölunum. Það er svo lítið að það komst í heimsmetabók Guinness árið 1997 sem minnsta sögulega almennings-leikhús í heimi.


Teatrino di Vetriana í Toskana
Teatrino di Vetriana í Toskana

Leikhúsið var reyndar áður hlaða í fjöllunum við Lucca en verkfræðingurinn Virgilio Biagini gaf samfélaginu bygginguna til að breyta í leikhús.


Íbúarnir, aðallega bændur, fögnuðu framlaginu innilega og stofnuðu styrkarfélag sem safnaði fé til að hægt væri að fara í framkvæmdir við breytingar. Heimamenn lögðu mikla vinnu í verkefnið og leikhúsið reis á aðeins einu ári. Leiksviðið var innrammað skreyttu fortjaldi í nýklassískum stíl. Það voru oftast sýningar þar sem ljóðum var gerð skil og svo voru söngleikir líka algengir. Íbúarnir sáu sjálfir um að manna leikritin og gestirnir komu svo með stóla með sér til að hlýða á herlegheitin. Það var oft uppselt, eðli málsins samkvæmt.





Leikhkúisð varð mikilvæg dramatísk miðstöð fyrir nærliggjandi svæði en með árununum og þegar styrktarfélagið lagði upp laupana fór viðhaldi að vera ábótavant og leikhúsið var vanrækt og ónothæft um tíma.


Árið 1997 gáfu afkomendur Virgilio Biagini sinn hluta af leikhúsinu til FAI í von um að það fengi aðhlynningu og endurnýjaði hlutverk sitt. Eftir vandað endurbætur í upprunalegum stíl hefur litla leikhúsið í Vetriano fengið nýtt líf og hýsir núna sýningar og viðburði.


Leikhúsið hefur leyfi fyrir 85 áhorfendur í dag og undir leikhúsinu eru tveir búningsklefar.


Fyrir frekari upplýsingar og pantanir fyrir viðburði: faivetriano@fondoambiente.it









Related Posts

See All
bottom of page