top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Perluvinirnir Loftur og Ágúst

Updated: Nov 13, 2023

Pabbi var vinamargur og eignaðist marga vini í gegnum tónlistina og smíðarnar.


Einn slíkra vina var Loftur Jónsson og það var svona eins og þeir hefðu alltaf þekkst. Margir hefðu sagt að þeir væru jafnvel líkir í útliti og gætu verið bræður. Það var líka mikill vinskapur á milli fjölskyldnanna og saman brölluðu þeir ýmislegt.

Loftur var smiður eins og pabbi og við, afkomendur þeirra beggja, teljum að þeir hafi kynnst þegar þeir voru að vinna sem smiðir Í Gamla Kompaníinu sem nú er GKS. Fyrirtækið í núverandi mynd er tilkomið með samruna nokkurra fyrirtækja:

  • Gamla kompaníið, stofnað 1908

  • Kristján Siggeirsson, stofnað 1919

  • Steinar stálhúsgagnagerð, stofnað 1960

  • Trésmiðjan Eldhús og bað, stofnað 199

Loftur samdi þó nokkra texta fyrri pabba. Lögin eftir pabba við texta Lofts sem heyrðust oftast voru Á bernskuslóð sem upphaflega var flutt af Alfreð Clausen og hljómsveit Moravek og Landsýn upphaflega flutt af Hauks Morthens og hljómsveit hans í Ríkisútvarpinu.


Lagið við texta Lofts sem heitir Dansinn okkar var flutt í útvarpi af Ragnari Bjarnasyni og er í calypso takti. Það hefur ekki, eftir því seem við komumst næst, komið út á plötu. Við eigum ekki nótur af því lagi, þannig að ef einhver lesenda á þær nótur á prenti væri akkur í því að fá þær í hús.


Börn Lofts eru Jónfríður fædd 1949, stúlka fædd 1950, látin sama ár, Valdimar Arnfjörð fædddur 1953, Sóldís Elfa Arnfjörð fædd 1955, Sigrún Linda fædd 1961 og Svala Rós fædd 1966. Það var mikill samgangur og vinskapur á milli fjölskyldnanna og ég held að ég geti sett Loft í flokk bestu vina pabba. Þau hjónin hittumst oft, pabbi og Guðrún Dagný og Loftur ásamt Svövu Lilju konu hans. Þau fóru út að skemmta sér og það voru reglulegar heimsóknir. á Markarflöt 7 og Álftröð 3.


Ég man vel eftir kökunum sem reiddar voru fram á Markarflötinni, eins og að það væri alltaf nóg til frammi. Pabbi, eða Gústi, eins og Loftur og Svava kölluðu hann var eini vinurinn sem fékk köku nefnda eftir sér. Gústakaka var uppáhaldskakan hans. Uppskriftin fylgir með ér að neða og gaman að segja frá því að barnabarn Lofts bakar reglulega kökur úr uppskriftabók ömmu sinniar og rekur bakarí í sem heitir Bake me a Wish í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Þar er Gústakaka stundum á boðstólum.


Eitt af lögunum sem varð til við texta Lofts var lagið Vina mín. Mér er það minnistætt hversu einstaklega samrýmd hjón þau Loftur og Svava voru og kærleikurinn þeirra á milli vær næstum áþreifanlegur. Það var sárt að kveðja síðasta einstaklinginn úr þessum þétta vinahóp nýverið, þegar Svava Lilja féll frá, en hér er textinn sem Loftur samdi til konu sinnar og pabbi gerði lagi við. Þetta lag hefur reyndar ekki komið út eða verið flutt opinberlega eftir því sem við best vitum en við eigum það á handskrifuðum nótum eftir pabba.


Ég læt þessari upprifjun um vinskap þessara góðu manna lokið með textanum hans Lofts sem hann orti til konu sinnar.


VINA MÍN

ort til Svövu Lilju Valdimarsdóttur, eiginkonu Lofts.


Lag: Ágúst Pétursson

Texti: Loftur Jónsson


Ástin mín, þú yndi augna minna

enga leit ég fegri, betri þér.

Varir þínar þrái ég að finna

og þrýsta þér svo blítt að brjósti mér.


Í draumum nætur dreymir mig þig kæra

við dagsins störf minn hugur leitar þín.

þér heimsins mestu hamingju vil færa

mín hjartans þrá að komir þú til mín.


Ég skal vaka, vernda þig og styðja

vina mín, í gegnum lífsins stig.

Aldrei skaltu um ástúð þurfa að biðja

ástin mín, ég elska bara þig.


Vina mín er vorsins fuglar kvaka

þá varir okkar mætast aftur hljótt.

Út við göngum alein til að vaka,

ástartryggð við bindum þessa nótt.



Og til að rifja upp lyktina og bragðið af Gústaköku þá fylgir hér uppskriftin.





Related Posts

See All

コメント


bottom of page