top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Ólafur Elíasson í Flórens 2022

Stærsta sýning Ólafs á Ítalíu til þessa er í Flórens. Verkið heitir á ítölsku "Nel tuo tempo" sem gæti útlaggst "Á þínum tíma".


Sýningin er í einni af þekktustu höllunum í Flórens, Palazzo Strozzi og var opnuð þann 22. september s.l. Á sýningunni eru ný og eldri verk sem endurspegla endurreisnararkitektúr hallarinnar.


Eins og oft þá leyfir listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í listaverkunum og máta sig við þau, staðsetja sig í hjarta þeirra til að auka innlifun og upplifun.


Verk Ólafs á sýningunni eru samofin höllinni, einskonar samspil listamannsins við rýmið í Palazzo Strozzi. Það mætti segja að hann klæði bygginguna og leiki sér með hverfula skugga, spegla, mynstur og litasinfóníur af dýrari gerðinni.



'Under the Weather', 2022. (photo: Ela Bialkowska, OKNO Studio).
'Under the Weather', 2022. (photo: Ela Bialkowska, OKNO Studio).

Í hverju rými húsagarðsins frá Piano Nobile til Strozzina virða gestir fyrir sér skúlptúra, smærri og stærri innsetningar sem bjóða þeim að upplifa bygginguna á nýjan hátt.


Meðal þeirra listaverka sem eru til sýnis má nefna

  • Beauty (1993), helgimynda innsetningu með glitrandi regnboga í úðatjaldi;

  • Room for One Color (1997), umhverfi þar sem gestir eru spurðir út í skynjun þeirra á lit og veruleika;

  • Just before Now (2022);

  • Under the Weather (2022), ný staðbundin uppsetning úti í hallargarði;

  • Your View Matters (2022), stafrænt listaverk búið til með VR tækni – sem kynnt er almenningi í fyrsta skipti.



'Firefly double-polyhedron kúlutilraun', 2020 (photo: Jens Ziehe).
'Firefly double-polyhedron kúlutilraun', 2020 (photo: Jens Ziehe).



'Just before now', 2022 (photo: Ela Bialkowska, OKNO Studio).
'Just before now', 2022 (photo: Ela Bialkowska, OKNO Studio).

Sýningin virðist standa frá 22. september 2022 til og með 22. janúar 2023.


En sjón er sögu ríkari. Hvernig væri að skalla sér í menningarferð til Flórens helgina 17. - 20. nóvember í beinu flugi frá Íslandi til Pisa.



Kannaðu málið HÉR


Related Posts

See All

Comments


bottom of page