Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Feneyjatvíæringurinn
Nú eru þrjú ár frá síðasta Feneyjatvíæringi, BIENNALE. Árið 2021 datt út og því mun æringurinn hlaupa á sléttum tölum héðan í frá. Hátíðin stendur frá 23.04–27.11.2022.
Það er veisla framundan fyrir þá sem leggja leið sína til Feneyja.
Feneyjatvíæringurinn er ein elsta og stærsta listahátíð heims. Hún var fyrst haldin árið 1895 og verður hátíðin í ár sú fimmtugasta og níunda. Íslendingar hafa tekið formlega þátt síðan 1984, en þátttakan hófst árið 1960.
Það er mikill heiður fyrir þann myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. 90 þjóðir, Ólympíuleikar listamanna.

2022
Sigurður Guðjónsson á yfir tuttugu einkasýningar að baki víðs vegar um heiminn, en hann hlaut auk þess Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2018 fyrir verk sitt Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Verkið hans á tvíæringnum heitir PERPETUAL MOTION
Í rökstuðningi fagráðs með valinu segir:
„með vali Sigurðar teflir Ísland fram listamanni sem unnið hefur að áhrifamiklum innsetningum á óvenjulegum sýningarsvæðum og byggt upp afar sterka röð sýninga sem vakið hafa verðskuldaða athygli í heimi samtímalistarinnar“
2019
Fulltrúi Íslands árið 2019 var Hrafnhildur Arnardóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Shoplifter. Framlag Hrafnhildar hét ChromoSapiens. Þar bauð hún gestum að ganga inn í drungaleg hellakynni og inn í litríka hvelfingu þar sem skærlitaðar hárbreiður bylgjuðust um og teygðu sig umhverfis sýningargesti.
2015
Framlag Íslands árið 2015 bar heitið Moskan - Fyrsta moskan í Feneyjum, eftir Christoph Büchel. og var sett upp í Santa Maria della Misericordia-kirkjunni í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum. Büchel er svissneskur listamaður og hefur verið búsettur á Íslandi frá 2007.
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hafði áður vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi en sjaldan eins og í þetta sinn. Fjallað var um verkið í fjölmiðlum austan hafs og vestan og kallað það á sterk viðbrögð. Sem kunnugt er var skálanum lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjum þann 22. maí, tveimur vikum eftir opnun.
Verkinu sem byggðist á þeirri staðreynd að vera fyrsta moskan í hinum sögulega hluta Feneyja, var ætlað „að tengja saman þúsundir múslima í Feneyjum sem eru frá 29 löndum, múslimska ferðamenn sem sækja borgina heim ásamt öðrum Feneyingum og ferðamönnum. Büchel tengdi hugmynd verksins við söguleg áhrif íslamskrar menningar á Feneyjar og þær félags- og stjórnmálalegu skírskotanir sem borgin hefur í hnattrænum búferlaflutningum nútímans.
Hér er fróðleikur frá Ólafi Gíslasyni um verkið
Árið 2019 vakti Büchel.aftur athygli með verki sínu f.h. Sviss þar sem hann fékk lánað skip frá bænum Augusta á Sikiley sem hafði sokkið með líbanska flóttamenn. Þann 18. apríl 2015, átti sér stað eitt mannskæðasta sjóslys sögunnar um 96 km fyrir utan strönd Líbíu og 193 km suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Það voru einungis 28 manns sem lifðu af og á bilinu 700 and 1,100 druknuðu. Verkið kallaði hann Barca Nostra og var mjög umdeilt en ekki síður vegna þess að það "gleymdist" að skila skipinu aftur til eigenda eftir ársleigu.

Íslenski skálinn 2022.
Sýnendur frá upphafi
2022 — Sigurður Guðjónsson
2019 — Hrafnhildur Arnardóttir (Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir)
2017 — Egill Sæbjörnsson (Sýningarstjóri: StefanieBöttcher)
2015 — ChristophBüchel (Sýningarstjóri: Nína Magnúsdóttir)
2013 — Katrín Sigurðardóttir (Sýningarstjóri: Mary Ceruti, IlariaBonacossa)
2011 — Libia Castro & Ólafur Ólafsson (myndlistamaður) (Sýningarstjóri: Ellen Blumenstein)
2009 — Ragnar Kjartansson (myndlistarmaður) (Sýningarstjórar: Markús Thór Andrésson, DorothéeKirch)
2007 — Steingrímur Eyfjörð (Sýningarstjóri: Hanna Styrmisdóttir)
2005 — Gabríela Friðriksdóttir
2003 — Rúrí
2001 — Finnbogi Pétursson
1999 — Sigurður Árni Sigurðsson
1997 — Steina Vasulka
1995 — Birgir Andrésson
1993 — Hreinn Friðfinnsson, Jóhann Eyfells
1990 — Helgi Þorgils Friðjónsson
1988 — Gunnar Örn Gunnarsson
1986 — Erró
1984 — Kristján Davíðsson
1982 — Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson
1980 — Magnús Pálsson
1978 — Sigurður Guðmundsson
1972 — Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason
1960 — Jóhannes Sveinsson Kjarval, Ásmundur Sveinsson
Heimasíða La Biennale