top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Karnival í Feneyjum

Updated: Apr 3, 2022

Það er eftirvænting loftinu. Loksins er hægt að kveðja kjötið aftur. Kjötkveðjuhátíðin verður haldin í ár eftir tveggja ára hlé eða allavega var rafræna útgáfan ekki eins spennandi og telst varla með. REMEMBER THE FUTURE er þema hátíðarinnar í ár. MUNDU FRAMTÍÐINA. Opinber heimasíða.


Í skjóli grímunnar í þá daga gátu ríkir og fátækir sleppt fram af sér beislinu og stundað "samskipti" sem annars hefðu ekki orðið. Þessi tvö ár, án karnivals hljóta að hafa tekið á.


Á sama átt og Alþingi er elsta þing í heimi er kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum elsta kjötkveðjuhátð í heim. Fer reyndar eftir því hvernig talið er og hvort hlé, boð og bönn, setja strik í talninguna. En þetta eiga Alþingi og kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum sameiginlegt.

Þegar Napoleon gerði innrás í Feneyjar árið 1797, bannaði hann hátíðina og meðan að austuríska heimsveldið var og hét sem og fasistar voru við völd á fjórða áratug síðustu aldar var 200 ára hlé á hátíðahöldum.


Það var endurvakið af heimamönnum árið 1979 og hefur gengið eins og klukka síðan þá með þessu 2ja ára Covid hléi.

Hátiðin í ár byrjar 12. febrúar 2022 og stendur í rúmar tvær vikur til 1. mars. Á þessum tíma lifna Feneyjar við. Þá klæðast heimamenn í sína hefðbundnu og sögulegu grímubúninga og farnar er skrúðgöngur á láði og legi. Markaðir, tónleikar, dansleikir, partý, skautasvell og allt það besta sem matur og vín hafa upp á að bjóða.


Hér eru helstu viðburðir

§ February 13, 2022: Venetian Water Festival (La Festa Veneziana sull’acqua) (Rio di Cannareggio)

§ February 19, 2022: Festa delle Marie (via Garibaldi);

§ February 20 2022: THE FLIGHT OF THE ANGEL (Piazza San Marco);

§ February 27, 2022: The Flight of the Eagle (Piazza San Marco);

§ February 27, 2022: Final of the competition The Most Beautiful Mask (Piazza San Marco);

§ February 28, 2022: The Most Beautiful Mask Competition – children’s edition (Piazza San Marco);

§ March 1, 2022: Award ceremony of the Maria of the Carnival (Piazza San Marco);

§ 1 March 2022: ‘Svolo del Leon’ (Piazza San Marco).


Og svo eru margir aðrir viðburðir sem fara fram hingað og þangað um Feneyjar þátttakendum að kostnaðarlausu en á suma viðburði er himinhár aðgangseyrir. Hér getið þið skoðað slík herlegheit. Langbestar eru sýningar og skrúðgöngur á götum úti, með fólk í kostulegum búningum sem bera við byggingarnar sem skapa listrænan bakgrunn við sjónarspilið.


Feneyjar er ein samfelld listasaga.


Fljótandi listasafn.Nokkrir Feneyjapistlar


Related Posts

See All

Comments


bottom of page