top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Karnival í Feneyjum

Updated: Apr 3, 2022

Það er eftirvænting loftinu. Loksins er hægt að kveðja kjötið aftur. Kjötkveðjuhátíðin verður haldin í ár eftir tveggja ára hlé eða allavega var rafræna útgáfan ekki eins spennandi og telst varla með. REMEMBER THE FUTURE er þema hátíðarinnar í ár. MUNDU FRAMTÍÐINA. Opinber heimasíða.


Í skjóli grímunnar í þá daga gátu ríkir og fátækir sleppt fram af sér beislinu og stundað "samskipti" sem annars hefðu ekki orðið. Þessi tvö ár, án karnivals hljóta að hafa tekið á.


Á sama átt og Alþingi er elsta þing í heimi er kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum elsta kjötkveðjuhátð í heim. Fer reyndar eftir því hvernig talið er og hvort hlé, boð og bönn, setja strik í talninguna. En þetta eiga Alþingi og kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum sameiginlegt.

Þegar Napoleon gerði innrás í Feneyjar árið 1797, bannaði hann hátíðina og meðan að austuríska heimsveldið var og hét sem og fasistar voru við völd á fjórða áratug síðustu aldar var 200 ára hlé á hátíðahöldum.


Það var endurvakið af heimamönnum árið 1979 og hefur gengið eins og klukka síðan þá með þessu 2ja ára Covid hléi.

Hátiðin í ár byrjar 12. febrúar 2022 og stendur í rúmar tvær vikur til 1. mars. Á þessum tíma lifna Feneyjar við. Þá klæðast heimamenn í sína hefðbundnu og sögulegu grímubúninga og farnar er skrúðgöngur á láði og legi. Markaðir, tónleikar, dansleikir, partý, skautasvell og allt það besta sem matur og vín hafa upp á að bjóða.


Hér eru helstu viðburðir

§ February 13, 2022: Venetian Water Festival (La Festa Veneziana sull’acqua) (Rio di Cannareggio)

§ February 19, 2022: Festa delle Marie (via Garibaldi);

§ February 20 2022: THE FLIGHT OF THE ANGEL (Piazza San Marco);

§ February 27, 2022: The Flight of the Eagle (Piazza San Marco);

§ February 27, 2022: Final of the competition The Most Beautiful Mask (Piazza San Marco);

§ February 28, 2022: The Most Beautiful Mask Competition – children’s edition (Piazza San Marco);

§ March 1, 2022: Award ceremony of the Maria of the Carnival (Piazza San Marco);

§ 1 March 2022: ‘Svolo del Leon’ (Piazza San Marco).


Og svo eru margir aðrir viðburðir sem fara fram hingað og þangað um Feneyjar þátttakendum að kostnaðarlausu en á suma viðburði er himinhár aðgangseyrir. Hér getið þið skoðað slík herlegheit. Langbestar eru sýningar og skrúðgöngur á götum úti, með fólk í kostulegum búningum sem bera við byggingarnar sem skapa listrænan bakgrunn við sjónarspilið.


Feneyjar er ein samfelld listasaga.


Fljótandi listasafn.



Nokkrir Feneyjapistlar


Related Posts

See All

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page