Það er ekki laust við að sigurtilfinning gerði vart við sig þegar fréttir bárust um að Vestfirðir væru efst á lista Lonely Planet um svæði sem ætti að heimsækja árið 2022 og ekki nóg með það heldur komst Slóvenían mín í 5. sæti þeirra landa sem ætti að heimsækja árið 2022. Það hefur oft verið minna tilefni til pistlaskrifa.
Það er ekki í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst á blað hjá Lonely Planet en árið 2006 var Slóvenía þar, en þá var reyndar ekki raðað í sæti. Árið 2018 var svo alpasvæðið þeirra sem heitir Júlíönsku alparnar eftst á lista yfir þau svæði sem væri vel þessi virði að heimsækja. Í ár taka Vestfirðir við því hlutverki.
Slóvenía hefur fyrir löng búið varanlega um sig í ferðahjarta Flandrr. Svo er gaman að sjá mína gömlu heimaborg Freiburg í Þýskalandi í þriðja sæti á listanum yfir borgir sem átti að heimsækja. Það er eins og ég hafi verið í þessari valnefnd...
Bæði höfuðborgin, Ljubljana og landið í heild sinni hafa margsinnis fengið tilnefningu, útnefningu, verðlaun og viðurkenningu fyrir að vera græn og sjálfbær. Í fyrra fékk svo matargerðin sem þar kokkar viðurkenningu.
Það er því ekki eftir neinu að bíða. Slóvenía, Hornstrandir og Freiburg.
Önnur ferð á Hornstrandir er fyrirhuguð næsta sumar og ég leyfi að fylgja með smá konfekt frá ferðinni í Hlöðuvik síðasta sumar.
Hér er líka rándýrt myndband sem Bjarney Lúðvíksdóttir gerði í tengslum við ferðina þar sem lagið Vökuró efitr Jórunni Viðar við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur var flutt fyrir seli og menn, jafnvel ísbjörn. Hornastrandakórinn var stofnaður og hópurinn góði, samsettur eðalkonum, fékk viðurnefnið Lúllurnar.
Komentarai