top of page
77b.jpg

Ágústa Sigrún hefur bjarta og tæra sópran rödd og nýtur þess jafnt að fást við léttklassík og dægurlög.

Rödd hennar mætti lýsa sem léttur eða cross-over sópran em flæðir jafnt inn í þjóðlagatónlist og dægurtónlist.

Ágústa Sigrún hefur bjarta og tæra sópran rödd og nýtur þess jafnt að fást við léttklassík og dægurlög. Rödd hennar mætti lýsa sem léttur eða cross-over sópran em flæðir jafnt inn í þjóðlagatónlist og dægurtónlist. Hún lræði á klarínett og píanó í Tónlistarskóla Kópavogs en söngurinn er hennar helsti tjáningarmáti. 

Hún hefur sungið í kórum frá barnæsku og lagði stund á klassískt söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk söngkennaraprófi þaðan árið 1994. Hún hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu, Íslenksu Óperunni, Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Kópavogs. Hún gaf út geisladiskinn Hittumst heil með gömlum íslenskum dægurlögum árið 2001 sem innihélt lög föður hennar, Ágústs Péturssonar. Lög á borð við Þórð sjóara, Æskuminningu, Harpan ómar o.fl. Hún tók þátt í afmælistónleikum Sigfúsar Halldórssonar og flutti lagið Við Vatnsmýrina á afmælisdiski sem gefinn var út í kjölfarið. Hún gaf  sjálf út geisladiskinn Stjörnubjart árið 2015.

 

Hún er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi.  Ólst upp á Álftröðinni, er yngst þriggja systkina og hefur frá því hún man eftir sér verið umvafin tónlist.  Pabbi hennar Ágúst Pétursson var harmonikkuleikari og lagahöfundur. Fjölskyldan gaf ún gaf út tónlistina hans fyrir um 14 árum undir heitinu Hittumst heil. Í haust kemur út nýr diskur með söng Ágústu sem fengið hefur nafnið Stjörnubjart

,,Það var dásamlegt að alast upp á Álftröðinni, mikið af leiksvæðum allt í kring og hverfið fullt af krökkum og skemmtilegum útileikjum alla daga, allan ársins hring” segir hún og brosir.

Tónlistarbakgrunnurinn

Ágústa gekk í Tónlistarskóla Kópavogs og viðurkennir að fljótlega hafi söngáhuginn komið fram. Meðfram bokkflautunámi söng hún í skólakór tónlistarskólans. Síðar hóf hún píanónám. Hún hafði alltaf verið hrifin af þverflautu sótti um að læra á hana  en var þá bent á að hún hefði ekki nógu langa fingur til að ná yfir þverflautuna ,,svo ég fór í leyni og prófaði þverflautu hjá einni sem var að læra, „en fingurinir lengdust ekki“, segir hún og skellihlær... þannig að ég ákvað að reyna að komast að í Skólahljómsveit Kópavogs á þverflautu.  Þar var engin þverflauta á lausu þannig að ég endaði á því að læra á klarinett sem og ég gerði í nokkur ár þar til píanóið tók aftur yfirhöndina”.

 

Hún segist oft hafa verið að skottast með pabba sínum þegar hann var að spila á fjölskylduskemmtunum og jólaböllum, fékk stundum að syngja með honum þegar svo bar undir og þar sem hann þekkti Svavar Gests pressaði hún á hann að biðja Svavar um að gefa út plötu sem hún gæti sungið inn á. ,,Að syngja inn á plötu var því æskudraumurinn sem rættist ekki fyrr en um 30 árum síðar þegar ég gaf út plötuna Hittumst heil með lögunum hans pabba” segir hún glaðhlakkaleg.  ,,Ég sá frétt í sjónvarpinu að til stæði að setja upp óperu í Háskólabíói og ég linnti ekki látum fyrr en pabbi samþykkti að fara með mig þangað, þá var ég 14 ára.  Þetta var sýningin Il Pagliacci og ég heillaðist algjörlega af sýningunni og söngnum.  Þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur um möguleika tónlistar og leikhúss” útskýrir hún

12038662_1647646068812242_5435582343682267275_o.jpg
IMG_1420_edited_edited.jpg
Fyrsta söngverkefnið

Ágústa hefur fallega útgeislun og þegar hún talar um tónlistina birtir hreinlega yfir henni.  Við spyrjum hvenær hún fór að syngja og leika opinberlega?

 

,,Í Menntaskóla Kópavogs” svarar hún um hæl. ,,Þórhildur Þorleifsdóttir var þá að leikstýra Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson hjá leikfélagi skólans og ákvað að það þyrfti söngkonu inn í leikritið til að syngja lög sem Ari Einarsson skólabróðir minn hafði samið fyrir verkið. Svo söngkona var skrifuð inn sem tók að sér hlutverk draumkenndrar fjallkonu og þar sem ég gat sungið var ég beðin um að vera með. Þarna kom ég fyrst fram opinberlega sem söngkona og fann að ég var komin á rétta hillu” segir hún og ljómar.  Hún segir þetta hafa verið dýrmætan skóla að vinna undir tstjórn listamanns eins og Þórhildar.  ,,Svo uppgötvaði ég hversu mikil rússibanareið svona tjáningarform er,  því á frumsýningunni fannst mér ég vera búin að leggja allt í allt í sölurnar og spennufallið var svo mikið að ég fór bara að hágrenja” rifjar hún upp og hlær ,, en ég virtist nú hafa komist skammlaust frá þessu því leikhópnum var síðan boðið að ganga í Leikfélag Kópavogs og þá fylgdi ég með”.

 

Ágústa átti sitt annað heimili hjá leikfélaginu í mörg ár upp frá þessu þar sem hún sóttist eftir hlutverkum til að þjálfa sönginn og túlkunina og gekk í flest þau verk sem þurfti til að halda félaginu gangandi.  Þarna eignaðist hún líka stóran vinahóp sem hún hefur haldið rækt við síðan. 

Söngur og tjáning

Hún segist aldrei hafa tekið neina ákvörðun um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór en tónlistin var alltaf ofarlega í huganum. Hún byrjaði að læra söng við Söngskólann í Reykjavík á síðasta ári í menntó. ,, Síðan leiddi bara eitt af öðru og þegar maður er orðinn þokkalega söngfær þá býðst manni að ganga í Óperukórinn sem ég þáði og söng í flestum uppfærslum óperunnar upp frá því” útskýrir hún ,,Ég söng líka með Óperusmiðjunni og Frú Emilíu, bara allsstaðar þar sem ég gat komið mér inn og söngur og leikræn tjáning voru í boði”.

Hún segir gaman að rifja það upp þegar hún söng fyrir hlutverk þegar verið var að leita að söngvurum í leikritið Óperudrauginn eftir Ken Hill hjá Leikfélagi Akureyrar sem frumsýnt var 1994. Þar hafi hún landað hlutverki Madame Cherie og lék þá aftur undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttir og segir það hafa verið algjört ævintýri að taka þátt í.

Markþjálfun og útgáfustarfssemi

Í dag vinnur Ágústa sem markþjálfi og segir hugmyndina að útgáfu Stjörnubjarts hafa fengið vængi í markþjálfunartíma. ,,Í markþjálfun er maður alltaf að finna út við hvar einstaklingurinn nýtur sín best og hvernig maður nær markiðum sínum” útskýrir hún ,, ég fer sjálf reglulega til markþjálfa og þar sem ég hef verið að koma hægt og rólega aftur inn í söngbransann síðustu ár og er í góðu söngformi komst ég að þeirri niðurstöðu að nú væri lag að gefa út jóla- og vetrartónlist í tilefni fimmtugsafmælis míns”.  Diskurinn kemur út í nóvember og tileinkar hún hann mömmu sinni, Guðrúnu D. Kristjánsdóttur, sem hún segir vera aðdáanda sinn númer eitt, tvö og þrjú.  ,,Alveg sama hvar maður hefur troðið upp í gegnum tíðina, alltaf hefur mamma mætt á staðinn og staðið við bakið á mér og fannst mér því ekki koma annað til greina en að tileinka henni þennan disk, svo á hún líka stórafmæli á árinu, verður níræð” segir hún og brosir.

 

Hún segir tónlistina á  disknum Stjörnubjart tengjast vetri og jólum því tónlist sé henni ætíð hugleikin um jólin. Hún hefur sungið lengi  í kirkjukórum og upplifir jólin ævinlega sem eina tónlistarhátíð.  ,,Eftir að ég gaf út diskinn hans pabba þá hef ég haft bak við eyrað að gefa út jóladisk. Það eru nokkur lög sem ég syng á hverju ári um jólaleitið og eru mér einstaklega kær og ég er búin að láta gera íslenska texta við þar sem dulúðleg stemning, náttúra, kertaljós og falleg lýsing á jólahaldi kemur við sögu”.

 

Ágústa leitar í smiðju vina sinna frá leikfélagstímanum við gerð disksins.  ,,Hörður Sigurðarson, formaður Leikfélags Kópavogs hefur þýtt marga texta fyrir mig alveg snilldalega, bróðir hans Sváfnir er með mér í dúett og á eitt lag á disknum ásamt því að syngja með mér og leika og svo hannar Einar Samúelsson eigandi Hugsa sér  diskinn.  Allt vinir mínir síðan við vorum í Leikélaginu” útskýrir hún.

IMG_1248.jpg
IMG_1899.jpg
ABBA kemur við sögu

Þegar Ágústa var búin að setja öll uppáhaldslögin niður og raða á diskinn, hóf hún að sækja um réttinn á þeim.  Hún fékk yfirleitt jákvæð svör og segist því hafa upplifað  það sem blauta tusku í andlitið þegar hún fékk nei við tveimur þeirra.  Í báðum tilfellum var Benny Andersson úr ABBA meðhöfundur laganna og lögin henni sérlega kær. ,,Þegar ég var búin að fá tvö nei í gegnum útgáfufyrirtækin tók ég til minna ráða og skrifaði hjartnæmt bréf og bað þá um að endurskoða afstöðu sína. Lögin væru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég ætti dásamlega íslenska texta við lögin. Síðan sendi ég þetta og hafði Benny í cc” segir hún ákveðin ,,Næsta sem ég veit er að ég er beðin um frekari upplýsingar, hvað ég hafi gert, upptökur með mér, hvaða fleiri lög yrðu á diskinum o.s.frv.”. 

Ágústa gerði það og innan tveggja vikna kom jákvætt svar með þeim skilaboðum að þeir væru mög glaðir að gefa henni leyfi til að nota bæði lögin.

Fimmtugsafmælisgjöfin

Diskinn segist hún gefa sjálfri sér í fimmtugsafmælisgjöf en þar sem hann sé nú aðeins meira fyrirtæki en venjubundin gjöf hafi hún leitað til Karolina Fund til að fjármagna hann og hafi því bent vinum sínum og fjölskyldu að ef þau vilji gleðja sig vegna tímamótanna þá geti þau gert það með framlagi. Það kostar alveg slatta að koma þessu frá sér. Það verða svo útgáfu- og afmælistónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn,  21. nóvember 2015 kl. 20.

 

Viðtalið birtist í Kópavogsblaðinu 31.ágúst 2015.

bottom of page