Ferilskráin mín - CV - ég, um mig, frá mér til mín

 

Árið 2014 lauk ég meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og  markþjálfun á sama tíma. Er núna ACC vottaður markþjálfi og félagi í International Coach Federation (ICF) með um 400 tíma í reynslubankanum.

Ég hef unnið við mannauðsstjórnun og ráðgjöf síðan árið 2007, lengst af í ferðageiranum. Síðastliðin 5 ár hef ég unnið sjálfsætt sem mannauðsráðgjafi, fræðslustjóri og markþjálfi.  Zenter rannsóknir hafa notið starfskrafta minna, þar sem ég vinn sem verktaki við aðgerðaráætlanir í kjölfar vinnustaðagreininga. Hef aðstöðu á Laugavegi 178 fyrir markþjálfun og fundi.

Í mannauðsmálum hef ég  víðtæka reynslu af því að stýra faglegu ráðningarferli og veita stjórnendum ráðgjöf á því sviði. Sú reynsla kemur sér vel í markþjálfun því ég vinn mikið með markþegum sem eru að hugsa um að skipta um starf eða jafnvel starfsvettvang, vilja skoða ný atvinnutækifæri. 

 

Ég býð upp á úrlestur styrkleikagreininga Strengths Profile. Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar.  Helsti styrkleiki minn þessa stundina skv. styrkleikagreiningunni er ADVENTURE, sem þýðir að ég hræðist ekki að taka áhættu og hef gaman af því að stíga út fyrir þægindahringinn. Annar styrkleiki sem er í reglulegri notkun er CATALYST, sem þýðir að ég nýt þess að hvetja aðra til dáða og sjá þá ná árangri með því að láta hluti gerast.

Hef einnig orðið mér úti um réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst.

Bætti nýverið við sáttamiðlun í reynslubankann og ég hlakka til að taka að mér fleiri verkefni sem sáttamiðlari.

Fararstjórn og leiðsögn eru líka verkefni sem ég tek að mér reglulega og fer með hópa til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu.

Kjarninn


Ágústa Sigrún hefur tæra og hlýja sópran-rödd og er jafnvíg á dægurtónlist og létt-klassík. Raddtegund hennar mætti skilgreina sem léttur eða crossover sópran sem flæðir jafnt inn í þjóðlagatónlist, popp og dægurtónlist. Hún lærði á klarínett og píanó í Tónlistarskóla Kópavogs en söngurinn hefur verið hennar helsti tjáningarmáti.

Hún hefur sungið í kórum frá barnæsku og lagði stund á klassískt söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk söngkennaraprófi þaðan árið 1994.

Hún hefur tekið þátt í sviðsuppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu, Íslenksu Óperunni, Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Kópavogs. 

 

Hún gaf út geisladiskinn Hittumst heil með gömlum íslenskum dægurlögum árið 2001 sem innihélt lög föður hennar, Ágústs Péturssonar. Lög á borð við Þórð sjóara, Æskuminningu, Harpan ómar o.fl.

Hún tók þátt í afmælistónleikum Sigfúsar Halldórssonar og flutti lagið Við Vatnsmýrina á afmælisdiski sem gefinn var út í kjölfarið. Hún gaf  sjálf út geisladiskinn Stjörnubjart árið 2015.

ÁSÁ ehf. | Austurkór 92, 203 Kópavogur | Ísland

markthjalfun@agustasigrun.is
www.agustasigrun.is | sími: +354 899 4428

Reikn: 536-26-520215 | Kennitala: 520215-0690