top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Sólkerfið í Zagreb

Updated: Apr 28, 2023

Ef þig langar að takast á hendur ferðalag um sólkerfið á jörðu niðri þá er tækifæri til þess í Zagreb í Króatíu.


Skemmtilegur ratleikur

Zagreb býður upp á skemmtilegan ratleik þar sem sólin sjálf hefur komið sér fyrir og 9 aðrar plánetur er að finna víðsvegar um borgina. Þetta er listaverk, sem heitir Prizemljeni Sunčev sustav eða Sólkerfið á jörðu niðri og er endurgerð okkar sólkerfis. Það gengur oft undir nafnin "Nine Views".


Pláneturnar er að finna hér og hvar um borgina og eru í réttum stærðarhlutföllum og vegalengdum miðað við staðsetninguna á himinhvolfinu. Sumar pláneturnar eru oggu-litlar, svo litlar að hægt er stinga þeim í vasann, eins og kom fyrir Plútó... eða er Plútó ekki pláneta... kannski Plútó sé pláhneta...

Þetta er stærðin á sólinni þannig að þið getið gert ykkur í hugarlund hversu smáar hinar pláneturnar eru. Hlutfallið er 1:680 000 000.


Saga sólarinnar

Annars fæddist sólin árið 1971 og er sjálfstætt listarverk listamanns að nafni Ivan Kožarić. Hér er saga sólarinnar rakin frá því hún varð til árið 1971 til dagsins í dag. Ivan var fæddur árið 1921 og lést rétt fyrir 100 ára afmæli sitt, árið 2020.


Upphaflega sólin var búin til úr trefjagleri og listamaðurinn kom henni fyrir í leyfisleysi fyrir framan Þjóðarlistasafnið í Zagreb í tengslum við sýningu sem þá var í gangi. Stærð og lögun þessa listaverks og djörf staðsetningin á einu af fjölförnustu svæðum borgarinnar framkallaði ýkt viðbrögð. Vegfarendur höfðu sína skoðun og það var sparkaði í sólina og reynt að stjaka við henni. Í skjóli nætur var slett á hana svartri málningu, hellt yfir hana eldfimum vökva og kveikt í henni, Eftir það fyrirskipuðu borgaryfirvöld að láta fjarlægja sólina, en hún hafði orðið miðpunktur ýmissa árása og truflaði ökumenn sem áttu leið hjá.


Sólin fékk þá hæli í bænum Karlovac í tengslum við listasýningu sem fór þar fram og að henni lokinni, var henni komið fyrir, fyrir framan vinsælt hótel í miðbænum í Karlovac. Síðan hverfur sólin einn góðan veðurdag. Ábyrgir bæjarstarfsmenn sem sáu um að halda götunum hreinum og fínum, héldu að þetta væri bara rusl og fjarlægðu hana.


Svo liðu 23 ár

Sólin hvarf af sjónarsviðinu í 23 ár var í geymslu einhversstaðar, en tilvist hennar hafði samt greypst í minni listunnenda. Árið 1994 var gullna kúlan steypt upp á nýtt úr gylltu bronsi og komið fyrir í miðbæ Zagreb, þar sem hún stendur í dag á Bogovićeva ulica 1B götu.


Vegfarendur hafa haldið áfram að "tjá sig" með því að krota á sólina, mála hana, setja límmiða á hana og skilja eftir allskyns ástarskilaboð.


Árið 2004 kom svo fram hugmynd um að láta hana spila meginhlutverkið í innsetningu á sólkerfinu á jörðu niðri. Hugmyndina átti Davor Preis, sem vildi gera þegnum Zagreb mögulegt að kanna sólkerfið án þess að yfirgefa höfuðborgina.


Hér er google map með öllum staðsetningunum.

og hér eru linkar og staðsetningar

Hér eru nokkrar vísbendingar...


Related Posts

See All

留言


bottom of page