Þann 22. apríl, 2021 gerðist það að SLOVENSKA POTICA kakan komast á Evrópu-verndarskrá.
Slovenska Potica er þjóðarkaka með sérstakri fyllingu sem hefur fengið verndarvottunina "traditional specialties guaranteed" (TSG), sem þýðir að kaka sem er seld sem Slovenian Potica verður að hafa leyfi frá Evrópusambandinu að nota þetta nafn þó svo að staðsetningin þar sem hún er framleidd þurfi ekki að vera bundin við Slóveníu.
Uppskriftina verður að virða bæði hvað varðar deig og fyllingu sem og lögun kökunnar. En kakan er eins og sést á myndinni, rúlluterta sem bökuð er í hring. Hefðbundin fylling má vera á fimm ólíka vegu: valhnetur, valhnetur og rúsínur, rúsínur, tarragon eða tarragon og kotasæla. Kakan verður að vera bökuð í hringlaga formi með holu í miðjunni. Minnsta leyfilega ummálið til að uppfylla skilyrðin er 14cm.
Kakan er klárlega ímynd hátíðarmálsverðar og er algeng á veisluborðum um jól og páska. Jafnvel talað um hana sem drottningu veisluborðsins.
Kakan á sér jafnframt málsvara í páfanum sjálfum. Potica er víst í miklu uppáhaldi hjá honum. Þegar Melanie Trump og eiginmaður hennar heimsóttu Vatikanið í maí 2017 þá á páfinn að hafa spurt Melanie ”What are you feeding him, potica?” - gefandi í skyn að f.v. forseti Bandaríkjanna væri vel í holdum. Skv. talsmanni páfans notar hann hvert tækifæri þegar hann hittir Slóvena að minnast á þessa köku, en eins og "allir" vita þá er þessi fyrrverandi forsetafrú frá Slóveníu.
Kakan góða er framleidd um allt land og hvert hérað á sína sérstöku útgáfu af henni. Meira en 100 mismunandi útgáfur kökunnar hafa verið skráðar.
Umsóknin um TSG vottunina hefur verið í "bakstri" síðan 2018 en Austurríki setti sig upp á móti því að Slóvenía fengi að eigna sér þessa köku og vildu áfram fá að framleiða köku með sama nafni. Málamiðlun náðist og Austuríkismenn mega áfram kalla sína útgáfu Potize and Putize en Slovenska Potica er slóvensk og sú eina með TSG vottun.
Og þá er bara að smakka eða að læra að baka þessa eðalköku. Hér er uppskriftin.
Verði ykkur að góðu.
留言