top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Prosecco á heimsminjaskrá

Updated: May 2, 2023

Eitt af nýjustu svæðum sem komst á heimsminjaskrá UNESCO (World Heritage Site) eru hinar ávölu Prosecco hlíðar og afurðir þeirra, hið unaðsmjúka ítalska Prosecco.

Prosecco var formlega samþykkt inn á listann í júlí 2019 og vottunin tekur til 9 svæða í héruðunum Veneto og Friuli-Venezia Giulia sem eru norð-austur af Feneyjum.

Það munu vera 15 bæjir sem framleiða freyðivín með DOC og DOCG vottun.


Landslagið einkennist af lágum en frekar bröttum hæðum – litlum vínviðarreitum á þröngum grösugum veröndum – skógum, litlum þorpum og ræktuðu landi. Frá 17. öld hefur aðferð sem kölluð er „ciglioni verð notuð við plöntun vínviðarins og það myndað sérstakt köflótt landslag, eins og skákborð, sem samanstendur af röðum af vínviðum samsíða og lóðrétt í hlíðunum. Á 19. öld stuðlaði hin svokallaða „bellussera" tækni við meðhöndlun vínviðarins að þessari fagurfræðilegu ásýnd Prosecco hlíðanna. Sú tækni heitir eftir Bellusi fjölskyldunni sem þróaði þessa aðferð.



Vínframleiðendur hafa ræktað Glera prosecco-þrúgurnar í þessum hæðum um aldir og miðlað hefðinni og tækninni til næstu kynslóða. Jarðfræði svæðisins og jarðvegur er sögð stuðla að afburða víni og fullkomnu hjónabandi þrúgna, veðurs og landslags.


Eins og franskt kampavín er aðeins hægt að kalla ítalskt freyðivín „Prosecco“ ef það er ræktað og framleitt í þessum hæðum.


Þessi heiður hlotnaðist loksins árið 2019 eftir 10 ára bið. Prosecco-hlíðarnar í Conegliano and Valdobbiadene eru 55. svæðið á heimsminjaskrá sem Ítalía eignast og á nú ásamt Kína jafnmörg og flestar UNESCO útnefningar.


Þetta er 10. svæðið á heimsvísu sem fær stöðu „menningarlandslags“ fyrir einstakt samspil og sambúð umhverfis og manna.


Það er því aldrei betri tími en akkúrat núna að fá sér einn "Bellini" eða "Spritz" og fagna með þeim í Veneto héraði sem eiga allar fallegu Prosecco hlíðarnar.


Meiri upplýsingar um PROSECCO hefðina: www.prosecco.it


Related Posts

See All

Comments


bottom of page