top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Göngustígur hveitikornsins

Updated: Aug 8, 2022

Stundum koma tækifærin beint í fangið á manni ef hugurinn og faðmurinn eru opnir.


Ég ákvað að halda mínu striki varðandi sumarfrí til Ítalíu, þrátt fyrir niðurfellingar á ferðum sem ég átti að fararstýra.

La via del Grano

Þegar við fórum að reima á okkur gönguskóna og spyrjast fyrir um hvað væri skemmtilegt að skoða á fæti í nágrenninu fengum við óvænt tækifæri upp í hendurnar, eða fæturna þannig séð. Gönugklúbbur á svæðinu Gruppo Trekking Pegaso hafði rétt lokið við að merkja 9 km gönguleið sem heitir Gönguleið hveitikornsins “La via del Grano”. Síðasta málningarstrokan og skiltið var nýlega komið á sinn stað til að fullkomna hringinn.


Okkur var boðið að vera undanfarar og prófa leiðina á eigin fótum, báðum.

Magda, sú sem hafði átt veg og vanda að því að stika leiðina, kvaddi okkur við fyrsta skiltið viði Loc. Camaione og afhenti okkur minjagrip sem hún hafði verið að búa til fyrir vígsluna.


Auðvitað eðal-grappa með hveitikorni.


Það er skemmst frá því að segja að gönguleiðin var skemmtileg, ögn á fótinn upp og niður en svo opnuðust fallegir staðir, með húsaþyrpingum, baðlaugum, kapellum, vatnsbrunnum og fallegum húsum inn á milli. Við áðum í bænum Granaiola sem heitir svo vegna hveitiræktunar sem á sér langa sögu þar.

Bærinn er líka þekktur sem fæðingarbær Nicola Dorati (1513-1593) sem var fyrsti tónlistarmaðurinn og tónskáldið sem varð frægur á Ítalíu utan síns heimasvæðis. Þekki ekki þennan fræga son bæjarins en hlakka til að kynnast tónlistinni hans.


Undir lok göngunnar komum við í bæinn Fornoli sem er einn af þremur bæjarkjörnum Bagni di Lucca. Þar virtum við fyrir okkur þessa sögufrægu hengibrú Ponte delle Catene. Brúin var byggð 1840 af Lorenzo Nottolini og er fyrsta hengibrúin á Ítalíu. Myndbönd með fróðleiksmólum er að finna á FB síðu Flandrr - ferðamiðstöðVið lokuðum hringnum, reynslunni ríkari og fróðari. Fjórir og hálfur tími með Kodak og sjálfustundum sem svo sannarlega var vel varið.


Það er auðvelt að mæla með gönguferðum í nágrenni Bagni di Lucca. Hér er hægt að skottast upp um fjöll og fjallatoppa sem bjóða upp á útsýni yfir Appennína fjöllin og Apuane alpana.

Á góðum degi sést til fjögurra héraða, Toskana, Umbria, Marche og Emilia- Romagna. Um þessar slóða lágu leiðir pílagríma sem komu frá Kantarborg og vildu komast til Rómar, Via Fancigena. Hér var herjað í margar aldir, eilífar erjur um völd og eignarhald og því löng hefði fyrir því að byggja virki og bæi á fjallstoppum sem einstaklega er erfitt að komast að. Þeir líta út eins og kirsuber á fjallastoppum og mann langar einhvernveginn að heimsækja þá alla.


Smalastígar liggja víða, vel faldir í skóginum og leiðir sem múlasnar voru teymdir um til að koma vistum á milli staða mótuðu leiðirnar sem við skoðum í dag. Á þessum leiðum var líka hægt að felast og liggja í launsátri. Hernaður síðustu tveggja alda hefur líka sett svip sinn á svæðið og heimstyrjaldirnar tvær ekki síst. Við fetum í fótspor þeirra sem á undan fóru, sama hver ástæða þeirra var og fáum undursamlegt útsýni að launum. Kapellur, kirkjur, brunnar, hellar og húsaþyrpingar á ótrúlegustu stöðum gleðja augað og auðga andann.

Related Posts

See All

Comments


bottom of page