top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Dante - séð og heyrt

Updated: Nov 16, 2022

Þegar Dante Alighieri var 12 ára gamall var það frágengið hverri hann myndi giftast, ákvörðun sem hentaði öllum, nema honum líklega. Hagkvæmnishjónabandið sem kortlagt var 1277, var á milli hans, Durante di Alighiero degli Alighieri, eins og hann hét fullu nafni og Gemma di Manetto Donati, sem var af virtum ættum og dóttir Manetto Donati. Þau giftust 1285 og eignuðustu fjögur börn; Pietro, Jacopo, Antonia og Giovanni.


Þó svo að hann hafi gifst Gemma, var önnur kona ástin í lífi hans, Beatrice Portinari.


Í sjálfsævisögubókinni sinni Vita Nuova, upplýsir Dante að hann hafi séð Beatrice í fyrsta sinn þegar faðir hans fór með hann heim til Portinari fjölskyldunnar vegna hátíðahalda í tengslum við May Day. Þau voru auðvitað börn að aldri, hann níu og hún átta ára. Dante mun aldrei hafa jafnað sig á að hafa litið hana augum, en ólíklegt að þeim hafi farið eitthvað í milli annað en augngotur. Mjög svo skáldkennt.


Dante skrifar að hann hafi séð Beatrice nokkrum sinnum eftir að hann varð 18 ára og þau skiptust á kveðjum en margt bendir til að þau hafi aldrei átt nein samskipti.


Þessi ást skilaði sér í sér í nokkrum sonnettum tileinkaðar henni, en ekki er vitað til þess að hann hafi skrifað neitt til konu sinnar.


Það mun hafa verið Beatrice sem var skáldagyðjan sem veitti honum innblástur. Ást hans til Beatrice skilaði sér inn í meistarverk Dante, Gleðileikinn guðdómlega. Þar er jafnað talað um að hún sé leiðsögumaðurinn sem vísar honum leiðina í undirheimum í síðasta kaflanum, Paradís. Tilhlýðilegt.


Beatrice giftist Simone de Bardi, einum valdamesta manni í borginni Flórens. Hún varð reyndar ekki langlíf og dó einungis þremur árum eftir að þau gengu í hjónaband, árið 1290, þá 24 ára.


Til er frásögn af því, þegar Dante mætir Beatrice fyrir tilviljun á göngu í Flórens. Sagt er að fyrir misskilning hafi Beatrice ekki heilsað Dante þegar hún var á hressingargöngu einn daginn með hirðmeyjum sínum.


Meðfylgjandi mynd er málverk eftir Henry Holiday (1882/1884), þar sem þessu atviki eru gerð skil. Beatrice er í hvíta kjólnum. Hún virðist markvisst forðast það að líta á Dante á meðan vinkona hennar horfir daðurslega í áttina til hans. Við finnum glöggt angist Dante sem fylgist með þeim ganga hjá.


Dante var jú útlagi og kom víða við í orðsins fyllstu merkingu þegar hann þurfti að yfirgefa borgina og fjölskyldu sína. Hann hóf að skrifa Gleðileikinn Guðdómlega þegar hann var gerður útlægur og mörg kennileiti og persónur sem hann kynntist rata inn í verkið. Hann átti sér fjölmarga velgjörðarmenn sem hýstu hann í lengri eða skemmri tíma og hann þakkaði fyrir sig meðþví að geta þeirra í Gleðileiknum. Scala hertogarnir í Verona reyndust honum einstaklega vel og fá ljóð að launum.


Einnig er talið að hann hafi búið í Lucca með konu (Gentucca) , sem gerði dvöl hans “þægilega” og hennar var fyrir þeirra hluta sakir getið í meistaraverkinu (Skírnarfjall, XXIV, 37).


Afkomendur Dante búa á vínbúgarði í nágrenni Verona og sagt frá þeim í pistli sem ég skrifaði um daginn um 700 ára fæðingarafmæli hans, sjá hér.


Annar afkomandi hans býr í Perugia og er geimfari. Já þetta er ekki grín. Hann heitir Sperello di Serego Alighieri.

Þetta er mynd af dauðagrímu Dante og ljósmynd af Sperello. Reyndar eru efasemdir um það að þetta sé eiginleg dauðagríma frá dánarári Dante, 1321. Rannsóknir benda til þess að þessi gríma hafi verið gerð 1483, kannski af Pietro og Tullio Lombardo. Þeir eru glettilega líkir, ekki satt?



Mig langar að benda á þessa einstöku þýðingu sem Einar Thoroddsen gerði á fyrsta hluta Gleðilieiksins, Víti (Inferno). Hlakka til að sjá næsta kafla.






Related Posts

See All
bottom of page