top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Býflugnadagurinn 20. maí - „Fararbroddur..."

Updated: Apr 8, 2022

...er það ekki bara fullkomið nafn á ný íslensk samtök býflugnaræktenda?


Árið 2017, eftir þriggja ára þrotlausa vinnu, fengu Slóvenar því framgengt að þann 20. maí ár hvert yrði Býflugnadagurinn haldinn hátíðlegur. Það voru samtök býflugnaræktenda sem höfðu unnið ötullega að því að býflugan fengi þá athygli sem hún á skilið.


Sameinuðu þjóðarinar samþykktu tillöguna sem út frá hnattrænu sjónarhorni kom Slóveníu enn betur á heimskortið hvað varðar verndun lífríkis og sjálfbærrar matvælaframleiðslu.


Hungur og fæðuöryggi er jú alvöru vandamál í heiminum í dag. Það er því falleg tilhugsun að smádýr eins og býflugan og hennar bú geti lagt sitt að mörkum í þessari baráttu. Hunang, þetta elsta sætuefni heims, er ríkt af næringarefnum og getur bætt heilsuna á svo margan hátt.


Hunang spilar stóra rullu slóvenskri matargerð og býflugnarækt á sér mjög langa sögu í Slóveníu. Græðarar hafa notað býflugnameðferð (apitherapy) í meira en 5.000 ár sem meðferð við ýmsum heilsufarslegum áskorunum, þar á meðal höfuðverk, liðverkjum og húðútbrotum. Býflugnaeitur (apitoxin) hefur líka verið notað í meðferðir því það inniheldur amínósýrur, ensím og virk efnasambönd sem hafa bólgueyðandi eiginleika, draga úr sársauka og stuðla að jafnvægi í ónæmiskerfinu.


Við þekkjum betur notkun á náttúrulega sýklalyfinu Própólis, blómafræum (pollen) og drottningarhunangi sem ætlað er til inntöku. Býflugnavax er svo algengt í allskonar snyrtivörur og þó víðar væri leitað.


Þarna ætla Slóvenar að láta meira að sér kveða. Framþróun á svið býflugnameðferðar flýgur fram og eru Slóvenar þar í fararbroddi, eins og sést á þessu metnaðarfulla markmiði þeirra:

"Raising awareness about the significance of bees for sustainable farming and ensuring a secure supply of food in the world, as well as reinforcing the awareness on the extreme importance of bees for the survival and existence of humankind, as they are essential in terms of preventing hunger on a global scale."

Undanfarin ár, hefur býflugnarækt í bæ og borg verið í hraðri þróun, sérstaklega í höfuðborginni, Ljubljana. Borgaryfirvöld stæra sig af þeirri staðreynd að 3% allra býflugnaræktenda í landinu sé að finna innan borgarmarkanna og að þar séu um 4.500 býflugnabú sem framleiða hunang.


Slóvenía fékk útnefninguna Evrópskt svæði matvælafamleiðslu 2021 (European Region of Gastronomy 2021). Valið byggist fjölbreytni í matargerð og matvælaframleiðslu í bland við þróun sjálfbærra lífshátta og lífsgæða. Útnefningin og verðlaunin eru á vegum International Institute of Gastronomy, Culture, Arts and Tourism (IGCAT). Í fyrra var það Kupoio hérað í Finnlandi sem fékk útnefninguna.


Býflugnaafurðum er því verða gert sérstaklega hátt undir höfði, já þær eru í fararbroddi.


Er ég búin að mjólka þennan brandara nægilega vel?






75 views0 comments

Related Posts

See All
bottom of page