IMG_1899.jpg

Ferilskráin mín

Árið 2014 lauk ég meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og  markþjálfun á sama tíma. Er núna ACC vottaður markþjálfi og félagi í International Coach Federation (ICF) með yfir 500 tíma í reynslubankanum og ég mun ljúka PCC vottun fyrir árslok 2021.

Ég hef unnið við mannauðsstjórnun og ráðgjöf síðan árið 2007, lengst af í ferðageiranum. Síðastliðin 5 ár hef ég unnið sjálfsætt sem mannauðsráðgjafi, fræðslustjóri og markþjálfi. 

Í mannauðsmálum hef ég  víðtæka reynslu af því að stýra faglegu ráðningarferli og veita stjórnendum ráðgjöf á því sviði. Sú reynsla kemur sér vel í markþjálfun því ég vinn mikið með markþegum sem eru að hugsa um að skipta um starf eða jafnvel starfsvettvang, Einstaklingar sem efla sig í starfi, brýna sig eða pússa eða finna nýja fjöl.

 

Ég býð upp á úrlestur styrkleikagreininga Strengths Profile. Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar.  Helsti styrkleiki minn þessa stundina skv. styrkleikagreiningunni er ADVENTURE, sem þýðir að ég hræðist ekki að taka áhættu og hef gaman af því að stíga út fyrir þægindahringinn. Annar styrkleiki sem er í reglulegri notkun er CATALYST, sem þýðir að ég nýt þess að hvetja aðra til dáða og sjá þá ná árangri með því að láta hluti gerast.

Hef einnig orðið mér úti um réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst.

Sáttamiðlun eru verkefni sem ég tek jafnframt að mér, þá helst hvað varðar samskipti og ágreining á vinnustöðum.

Fararstjórn og leiðsögn eru líka verkefni sem ég tek að mér reglulega og fer með hópa til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Í kófinu stýrði ég vinsælum sýndarferðalögum fyrir Heimsferðir.  Kjarninn minn er hins vegar í tónlist, því ég er menntuð söngkona og söngkennari.

IMG_1131.jpg

Söngreynsla

Söngur

Íslenska Óperan - Káta ekkjan í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar                1997 Hlutverk: Frou-Frou

Íslenska Óperan - Madama Butterfly í leikstjórn Halldórs E. Laxnes                1996 Hlutverk: frænka

Önnur hlutverk: Kórsöngvari í Otello, Lucia di Lammermoor, Sardasfurstynjan, Carmina Burana og La Bohéme

Frú Emilía - Kórsöngvari í Rhodymenia Palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson.

Söngferðalag 1996 til Norðurlandanna og til Lissabon 1998

Óperusmiðjan - Kórsöngvari í Suor Angelica og La Bohéme eftir Puccini

Upptökur á geisladiskum

Hittumst heil - lög Ágústs Péturssonar, útgefinn 2001 - Ýmis lög á diskinum ásamt umsjón með útgáfu og kynningu.

Óratórían ELÍA eftir Mendelssohn, útgefinn 2001 - Hlutverk drengsins

Gömul vísa um vorið - lög Gunnsteins Ólafssonar 2000 - lögin: Tálsýn og Vertu

Blítt lét sú veröld - lög Sigfúsar Halldórssonar 1996 - lögin: Við Vatnsmýrina og Íslenskt ástarljóð

Stjörnubjart - jólalög og vetrartónlist, útgefinn 2015. – Útgáfa, söngur og verkstjórn.

Kórstjórn

Kvartettinn NOTA BENE

Kammerkórinn STÁSSSTOFUKÓRINN

Kórsöngur

Kór Breiðholtskirkju                     frá 2011

Kór íslensku Óperunnar             1993-2003 – 2010-2012

Kammerkór Dómkirkjunnar       1992-2007

Mótettukór Hallgrímskirkju        1986-1990

Hljómeyki                                       1992

Leikreynsla

Leikfélagið Hugleikur 2002 – Söngleikurinn Kolrassa eftir Þórunni Guðmundsdóttur  í leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar / Hlutverk: Ása

Leikfélag Akureyrar 1994 - Óperudraugurinn í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur / Hlutverk: Madame Giry

Leikfélag Kópavogs frá 1986 - Ýmis störf innan félagsins, m.a. formennska félagsins, sýningarstjórn, aðstoðarmaður leikstjóra, söngþjálfun, miðasala, leikmunir, búningasaumur og fl.

Hlutverk í eftirtöldum verkum:

  • Svört sólskin eftir Jón Hjartarson

  • Blúndur og blásýra

  • Fróði og allir hinir grislingarnir

  • Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð,

  • Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard

Samsöngur - hljómsveitir

Andakt - hljómsveit með tónlistarmönnum sem tóku þátt í Stjörnubjart útgáfunni, 2016-2018

Ísfólkið – Dúett með Sváfni Sigurðarsyni – Fjölbreytt efnisval, frá 2005-2009

Immanúel - Jóladagskrá með Ingibjörgu Grétu, leikkonu, des 2003

Elía e. Mendelssohn; hlutverk drengsins   Kór Íslensku óperunnar í Langholtskirkju, desember 2000

Orfeus og Evridís e. Monteverdi; hlutverk Amors - Salurinn nóvember 2000

Sumartónleikaröð Stykkishólms ásamt Þórunni Guðmundsdóttur og Kristni Erni Kristinssyni, 1998

Sumartónleikaröð Kaffileikhússins ásamt Hörpu og Kristni Erni, 1998

Afmælistónleikar Sigfúsar Halldórssonar - ýmsir söngvarar og Jónas Ingimundarson, 1997

Einu sinni var...! gömul íslensk dægurlög ásamt Hörpu Harðardóttur og Reyni Jónassyni, 1996

Tónlist fyrir alla - Heimsókn í grunn- og framhaldsskóla 1995-98 með kynningu á tónlist úr söngleikjum ásamt Hörpu Harðardóttur og Kristni Erni Kristinssyni.

Listaklúbbur leikhúskjallarans ásamt Hörpu Harðardóttur, Ingveldi Ýr og Kristni Erni Kristinssyni, 1995

Dúetta tónleikar víðsvegar um landið ásamt Hörpu Harðardóttur og Kolbrúnu Sæmundsdóttur, 1994-5

 

Hefur komið víða fram opinberlega ýmist sem einsöngvari eða í samvinnu við aðra og sungið við kirkjulegar athafnir.