Markþjálfun til að virkja kjarnorkuna

associate-certified-coach-acc.png
Core logo with text.png

Í mannauðsmálum hef ég  víðtæka reynslu af því að stýra faglegu ráðningarferli og veita stjórnendum ráðgjöf á því sviði. Sú reynsla kemur sér vel í markþjálfun því ég vinn mikið með markþegum sem eru að hugsa um að skipta um starf eða jafnvel starfsvettvang, vilja skoða ný atvinnutækifæri. Það eru oft einstaklingar sem eru að leita að starfi þar sem styrkleikar þeirra fá betur að njóta sín.

 

Í slíku samstarfi fer fram kjarngóð vinna við að tengja sig við persónuleg gildi, greina styrkleika og gera áætlun, skref fyrir skref.

 

Samhliða býð ég aðstoð við að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal, rýni á gögnum, ferilskrám og kynningarbréfum.

Markþjálfun ...

  • Aðstoðar þig við að skilgreina hvað virkilega skiptir þig máli og hvers vegna -- að finna kjarnann.

  • Leggur fyrir þig kröftugar og krefjandi spurningar sem færa þig úr stað og stuðla að varanlegum árangri.

  • Vinnur með styrkleika þína svo hæfileikar þínir fái að njóta sín til fulls.

  • Hjálpar þér að rúlla hlutum á stað, finna farveg og virkja þig til athafna.

  • Framkallar viskubrunninn þinn og tengir þig við innsæið.

 

Samtalstækni markþjálfunar nýti ég á hverjum degi. Spurningatæknin fylgir manni við dagleg störf. Ég hef nú verið ACC (Accociate Certified Coach) vottaður markþjálfi í 6 ár og stefni að því að taka næsta vottunarstig (PCC) í byrjun árs 2021. Ég hef um 500 markþjálfunartíma í reynslubankanum. 

Ég vinn sem sagt mest með markþegum sem eru að takast á við breytingar eða vilja brýna sig á einhvern máta. Vilja komast inn að kjarnanum og vinna með hann svo að kjarnorkan virkist. Það getur verið góð leið á kynnast styrkleikum sínum aftur með styrkleikagreiningu frá Strengths Profile sem hjálpar til við að staðsetja sig og hafa að leiðarljósi í markþjálfun. ​ Ferlið er bæði krefjandi og skapandi samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi. 

Starfsmenntun

 argri starfsmenntasjóðir stéttarfélaga endurgreiða kostnað sem tengist markþjálfun. VR endurgreiðir til að mynda allt að 12 tímum af starfstengdri markþjálfun á ári. 

Umsagnir / Recommendations

Ég get mælt með Ágústu Sigrúnu sem markþjálfa af heilum hug. Ég sótti tíma hjá henni 2015-2016 sem gerðu mér ákaflega gott. Tímarnir voru vel skipulagðir, þeir voru áskorun í mínu tilfelli en fagleg nálgun hennar gerði þessa tíma einstaka.

I can sincerely recommend coaching lessons with Ágústa Sigrún. She coached me 2015-2016 and those lessons did great things for me. Ágústa is very focused and her lessons are well structured and aimed to give good and constructive results for the client.

Björn Ingi Knútsson

I have been a coachee of Agusta‘s for the past few years and I can wholeheartedly recommend her to anyone looking for a professional, knowledgeable, positive and thoroughly likeable coach to work with. Her background in human resources makes her especially valuable to anyone who needs a sounding board on people and organization related issues. She has excellent questioning and communication skills and really helps you to think about things in a new way. Good luck to you!

Ásta Bjarnadóttir

Thank you Ágústa for coaching me in preparing my audition. You helped me in my approach, to value my strengths and to face my fears. Your background in music clearly helped a great deal.
I can only strongly recommend Ágústa Sigrún Ágústsdóttir as an ACC coach 😊

Þórir Jóhannsson

Ágústa Sigrún is a very reliable person and as a coach she is focused and very professional. I give her my highest recommendations. I was very lucky to receive five coaching sessions with her some while ago which made quite an impact on me, both as a person and career-wise. At that time I was at a crossroad in my life and Ágústa helped me figure out which way I wanted to go. She helped me to see which changes I needed to make and supported me in taking actions.

Kristín Hákonardóttir