Andakt er ný hljómsveit  sem spratt að mestu úr samvinnunni í kringum útgáfu geisladisksins Stjörnubjart og kemur fram í sumar í fyrsta sinn undir þessu nafni.  Fyrstu tónleikarnir voru Rósenberg 5. júlí 2016 og svo á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í Siglufjarðarkirkju þann 8. júlí. Við leikum okkur með þjóðlagaskotinn stíl og erum með crossover tilburði. Í aðdraganda jóla fá lögin af Stjörnubjart að fylgja með.

 

Auk Ágústu eru það Sváfnir Sigurðarson, söngvari og gítarleikari, Haraldur V. Sveinbjörnsson sem spilar á gítar og píanó ásamt því að syngja sem skipa Andakt. Við stillum reyndar upp fjölda tónlistarmanna í samræmi við tilefnið. Á tyllidögum komum við fram sem fimm manna band. Þá fjölgar um tvo í Andakt og þeir Kjartan Guðnason, trommuleikari og Þorgrímur Jónsson, bassaleikari bætast í hópinn.