Vetrar- og jólatónlist, klædd í snjó við yl frá kertaljósi
Tónlistinni á Stjörnubjart er best lýst sem hugljúfri skammdegistónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl frá kertaljósi og með jólalegu ívafi. Stemmningin er tær, náin, persónuleg og tímalaus og veturinn og spilar stórt hlutverk, því ekki eru öll lögin dæmigerð jólalög. Það örlar á þjóðlaga- og sveitastíl sem og norrænum áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans. Lögin koma víða að. Þar eru nokkur þjóðlög, íslenskar perlur, sálmalög, Gustav Holst og Jean Sibelius koma við sögu sem og sænskir höfundar á borð við Pererik Moraeus og þá Benny og Björn úr ABBA. Ennfremur eru þrjú ný íslensk lög á disknum.
Bæklingurinn sem fylgir disknum
Lögin á disknum
-
Hljóða nótt
-
Söngur á vetrarnótt ásamt Sváfni Sigurðarsyni
-
Stjörnubjart
-
Líkt og engill gangi hjá
-
Gef mér ei heimsins gull né prakt
-
Jólakvöld
-
Á þeim langa vetri
-
Til nýja heimsins
-
Sálmur 85 ásamt Sváfni Sigurðarsyni
-
Kristallar
-
Draumvísa
-
Vitringar þrír
-
Ljós
... og Aukalag
Útgáfutónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi 21. nóvember 2015.
Meðal þeirra tónlistarmanna sem leggja fram krafta sína auk Ágústu eru:
Haraldur V. Sveinbjörnsson – gítar, píanó, hljómborð, harmonium, bassi og söngur
Sváfnir Sigurðarson – gítar, banjó og söngur
Kjartan Guðnason – trommur og öll ásláttarhljóðfæri
Þórir Jóhannsson – kontrabassi
Frank Aarnink – cimbalom
Matthías Stefánsson – sóló-fiðla
Örn Magnússon – langspil
Matti Kallio – írsk flauta, harmonikka
Martino Vacca – írskar sekkjapípur
Jákup Zachariassen – Dobro og stálgítar
Strengjakvartettinn:
Una Sveinbjarnardóttir – fiðla
Pálína Árnadóttir – fiðla
Guðrún Hrund Harðardóttir – víóla
Margrét Árnadóttir – selló
Hljóðritað í Stúdíó Hljóðheimum, Stúdíó Sýrlandi og í Hörpu í september 2015
Upptökustjórn: Haraldur V. Sveinbjörnsson
Upptökumenn: Haraldur V. Sveinbjörnsson, Kristinn Sturluson
Útsetningar: Haraldur V. Sveinbjörnsson
Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Hrannar Ingimarsson
Myndataka og myndvinnsla: Bjarney Lúðvíksdóttir
Umbrot: Birgir Heiðar Guðmundsson
Kynningarmál: Ingibjörg Gréta Gísladóttir - netfang: