
3. desember, kl. 12
Vetrarstemning og kertaljós í Fríkirkjunni
Á tónleikunum koma fram auk Ágústu þeir Sváfnir Sigurðarson sem syngur og spilar á gítar, Haraldur V. Sveinbjörnsson sem spilar á píanó og fleiri hljóðfæri.
Tónlistinni á Stjörnubjart er best lýst sem hugljúfri skammdegistónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl frá kertaljósi. Stemmningin er tær, náin, persónuleg og tímalaus og veturinn og spilar stórt hlutverk. Það örlar á þjóðlaga- og sveitastíl sem og norrænum áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans.
Aðgangseyrir 1.500 kr. Miðasala við innganginn. Posi á staðnum. Tónleikarnir taka um 30 mín og fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum.
Stjörnubjart, nýútkominn geisladiskur, verður til sölu en einnig er hægt að panta hann hér og greiða með greiðslukorti.